Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:01 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þvingun og nauðung verði gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra óbreytt fram að ganga. vísir/vilhelm/egill Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira
Frumvarp um breytingar á lögræðislögum, sem varðar nauðungarvistanir, yfirlögráðendur og fleira, er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Meðal þeirra sem sent hafa inn umsögn um frumvarpið að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi eru landssamtökin Geðhjálp. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars að bregðast við gagnrýni sem gildandi löggjöf hefur sætt, meðal annars í framhaldi af tilmælum frá Umboðsmanni Alþingis. „Það kemur fram að það er verið að gera ýmislegt sem var verið að gera inni á þessum deildum sem að skorti lagaheimildir fyrir,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Líka hafi komið fram í skýrslu umboðsmanns að aðbúnaði og mönnun á deildunum væri ábótavant. „Það sem að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa verið að vinna að, það er í rauninni bara það að lögleiða það sem að umboðsmaður sagði að væri ólöglegt í sínu áliti eða sinni skýrslu, sem var þvingun og nauðung gagnvart þeim sem væru þarna inniliggjandi. Það var ekkert farið í að bæta aðbúnað,“ segir Grímur. „Bútasaumur á löggjöf“ sem stangist á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks Geðhjálp hafi þvert á móti um árabil barist fyrir því að það yrði dregið úr nauðung og þvingunum. „Það verður ekki gert með því að færa það í lög. Síðan í öðru lagi þá er ekkert eftirlit með deildum og stofnunum eða mjög lítið eftirlit með deildum og stofnunum þar sem að fólk er vistað eða dvelur löngum eða í stuttan tíma vegna til dæmis geðrænna áskoranna. Vegna þess að það er ekkert eftirlit, þá er ekkert hægt að hafa eftirlit með því hvernig í rauninni þessum þvingunum og þessari nauðung, sem nú á að færa í lög, er framfylgt,“ bætir Grímur við. Hann telur að ekki hafi verið nægilega vel hlustað á sjónarmið samtakanna, þótt það sé tekið fram að hlustað hafi verið á sjónarmið hagsmunaaðila. Hann telur að hlustað sé rækilega á sjónarmið þeirra sem veiti þjónustuna, til að mynda Landspítala og geðlækna þar, en ekki þeirra sem þjónustuna þiggja. „Það virðist vera bara lenskan, því miður.“ Þá segir Grímur breytingarnar sem boðaðar eru með frumvarpinu ekki samræmist markmiðum um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þetta er bara enn einn bútasaumurinn á lögum og gerður í litlu samráði við fólk sem í rauninni hefur vit á þessu, og þeir sem hafa mest vit á þessu eru að sjálfsögðu notendurnir. Þeir sem eru hagaðilar í málinu,“ segir Grímur.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira