Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Jón Þór Stefánsson skrifar 27. maí 2024 19:06 Fjórir menn hafa verið sakfelldir í stóra kókaínmálinu, en lögreglan telur ljóst að fimmta manninn vanti og grunar að sá gæti verið Pétur Jökull. Vísir Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur hefur staðfest, koma fram upplýsingar um samskipti í gegnum samfélagsmiðillinn Signal og símtöl sem talin eru tengjast málinu. Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og grunar henni að Pétur Jökull sé sá maður. Samskipti eins sakborninga stóra kókaínmálsins, sem nú hefur hlotið dóm, við þrjá aðganga eru rakin í úrskurðinum. Sakborningurinn segist telja sama manninn á bak við alla þrjá aðgangana, en lögregla telur umræddan mann vera Pétur Jökul. Skófla, töskur og kúbein Í samskiptum við einn þessara Signal-aðganga ræddi áðurnefndur sakborningur um leiguhúsnæði þar sem hann átti eftir að losa kókaínið úr timbrinu. Huldumaðurinn hafi beðið sakborninginn um að kaupa skóflu, töskur, límband, einnota hanska og kúbein. Ekki kemur fram í úrskurðinum hver tilgangurinn hafi verið með þessum munum, eða þá hvort lögreglan viti yfir höfuð hver hann hafi verið. Einnig er fjallað um samskipti sakborningsins við annan Signal-aðganginn, en fjallað hefur verið nánar um þau áður en lesa má um þau hér. Sakborningurinn og sá sem fór fyrir aðganginum, huldumaðurinn, hittust í nokkur skipti í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins en engu að síður renndi þetta stoðum undir að um væri að ræða Pétur Jökul. Fór út sama dag og Pétur Jökull Notandi þriðji aðgangsins hringdi í sakborninginn þegar hann var að taka kókaínið úr timbrinu, daginn sem sá síðarnefndi var handtekinn. Þá reyndi hann að hringja í hann nokkrum sinnum þann dag. Lögreglan segir símagögn benda til þess að notandi þessa þriðja aðgangs og Pétur Jökull hafi farið út fyrir landsteinana á sama degi. Líkt og áður segir vill sakborningurinn meina að sami maður sé á bak við aðgangana þrjá. Og lögreglan telur þann mann vera Pétur Jökul. Þar að auki er lítillega rætt um símtöl sakborningsins við ótilgreindan einstakling í úrskurðinum, en lítið kemur fram um þau nema að þau hafi farið fram á íslensku. Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol í byrjun árs en kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar og var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur hefur staðfest, koma fram upplýsingar um samskipti í gegnum samfélagsmiðillinn Signal og símtöl sem talin eru tengjast málinu. Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og grunar henni að Pétur Jökull sé sá maður. Samskipti eins sakborninga stóra kókaínmálsins, sem nú hefur hlotið dóm, við þrjá aðganga eru rakin í úrskurðinum. Sakborningurinn segist telja sama manninn á bak við alla þrjá aðgangana, en lögregla telur umræddan mann vera Pétur Jökul. Skófla, töskur og kúbein Í samskiptum við einn þessara Signal-aðganga ræddi áðurnefndur sakborningur um leiguhúsnæði þar sem hann átti eftir að losa kókaínið úr timbrinu. Huldumaðurinn hafi beðið sakborninginn um að kaupa skóflu, töskur, límband, einnota hanska og kúbein. Ekki kemur fram í úrskurðinum hver tilgangurinn hafi verið með þessum munum, eða þá hvort lögreglan viti yfir höfuð hver hann hafi verið. Einnig er fjallað um samskipti sakborningsins við annan Signal-aðganginn, en fjallað hefur verið nánar um þau áður en lesa má um þau hér. Sakborningurinn og sá sem fór fyrir aðganginum, huldumaðurinn, hittust í nokkur skipti í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins en engu að síður renndi þetta stoðum undir að um væri að ræða Pétur Jökul. Fór út sama dag og Pétur Jökull Notandi þriðji aðgangsins hringdi í sakborninginn þegar hann var að taka kókaínið úr timbrinu, daginn sem sá síðarnefndi var handtekinn. Þá reyndi hann að hringja í hann nokkrum sinnum þann dag. Lögreglan segir símagögn benda til þess að notandi þessa þriðja aðgangs og Pétur Jökull hafi farið út fyrir landsteinana á sama degi. Líkt og áður segir vill sakborningurinn meina að sami maður sé á bak við aðgangana þrjá. Og lögreglan telur þann mann vera Pétur Jökul. Þar að auki er lítillega rætt um símtöl sakborningsins við ótilgreindan einstakling í úrskurðinum, en lítið kemur fram um þau nema að þau hafi farið fram á íslensku. Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol í byrjun árs en kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar og var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17
Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43