Opinber umræða í þágu hugsunar Gunnar Snorri Árnason skrifar 27. maí 2024 15:16 Fyrir rúmum mánuði birtist pistill á Vísi að nafni „Opinber umræða fyrir hvern?“ eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, sem svar við öðrum pistli eftir Helga Áss borgarfulltrúa. Þar fjallar hún um hvernig umræða um hormónameðferðir barna með kynama ætti að eiga sér stað innan fagteyma, svo sem trans teyma spítalans en ekki á opinberum vettvangi. Hún segir þessa afstöðu skynsamlega vegna þess að málaflokkurinn krefjist þekkingar sem til að mynda sérfræðingar í þessum meðferðum búa yfir. Ég tel að það sé ákveðið sannleikskorn í pistli hennar. Á sama tíma sé ég þetta í ólíku ljósi og langar mig að fjalla stuttlega um það hér. Fram kemur í pistlinum hve ötullega sérfræðingar sinna störfum innan trans teyma spítalans og að þar væri vandlega íhugað hvaða farvegi meðferðin ætti að fylgja. Sérfræðingar bæði þar og annars staðar hafa sannarlega lagt mikið að veði til að öðlast sína þekkingu. Framlag sérfræðinga, sama hvað um ræðir, er augljóslega mikilvægt. Á hinn bóginn vaknar sú spurning hversu vel sérþekkingin fangar allar hliðar málsins. Einnig vaknar sú spurning að hversu miklu leyti viðfangsefnið krefst sérþekkingar til að réttmæta skoðun megi hafa á málinu. Ég myndi til dæmis halda að spurningar um eðli kyns varði allan almenning enda snúa þær að grundvallareinkennum manneskjunnar. Ég myndi ætla að ef ungmenni eru fyrst og fremst börn foreldra sinna en ekki bara viðföng sérfræðinga (með fullri virðingu fyrir þeim) að þá væri opinská umræða um meðferð þeirra heilbrigðismerki í frjálsu samfélagi. Ég myndi einnig telja að siðferðislegar spurningar um læknisfræðileg inngrip (svo sem hormónabælandi meðferðir) varði allan almenning, en þó sérfræðilæknar hafi sértæka þekkingu á starfsemi líkamans þá eru þeir ekki betur til þess fallnir að ákvarða hvernig okkur ber að lifa. Að standa, sem dæmi, frammi fyrir því að upplifa sig djúplega á skjön við líkama sinn og dæmigerð hlutverk kyns síns eru tilvistarlegar áskoranir sem ég efast um að sérhæfð teymi, sama hversu fagmannleg og metnaðarfull þau eru hafi öll svörin við. Það er líka eðlilegt og þarf ekki að vera slæmt. Sérhæfingu fylgir ákveðinn fórnarkostnaður og forgangsröðun. Sérfræðingurinn sér eitthvað mjög vel sem aðrir eru ekki eins glöggir á - en það kannski á kostnað einhvers annars. Sérfræðingurinn kann líka að starfa út frá ákveðnum grunnforsendum sem aðrir deila ekki og kemst því að ólíkri niðurstöðu en sá sem gefur sér ólíkar forsendur. Sá sem leggur mikið vægi í hugmyndir og eðlisávísanir barna er líklegur til að hátta meðferð með öðrum hætti en sá sem telur að börn skorti mikilvæga visku og þurfi leiðsögn. Sá sem trúir að kyn sé vídd eða að því sé úthlutað við fæðingu er líklegur til að komast að ólíkum niðurstöðum um hvað teljist til æskilegrar meðferðar en sá sem trúir að kynin séu tvö og að kyn barns sé leitt í ljós við fæðingu. Þegar ákveðið er fyrir fram hverjir ættu og ættu ekki að tjá sig kveður það niður málefnalega umræðu og gjöful tækifæri til að hugsa. Við erum fáfróðar félagsverur og við öðlumst skilning meðal annars gegnum skoðanaskipti og endurgjöf. Ef við gerumst of upptekin af því hver mælir hverju sinni hættir okkur einnig til að leiðast inn á svið rökvillna á borð við persónu- og kennivaldsrök. Það er, við afskrifum málflutning einhvers á grundvelli þess hver viðkomandi er eða tökum málflutningi einhvers sem gildum vegna þess hver viðkomandi er án viðleitni til innihaldsins. Ég geri mér grein fyrir viðkvæmni málsins og viljanum að hlífa ungmennum á erfiðum stað og foreldrum þeirra fyrir hugsanlega misvísandi upplýsingum eða persónuníði. Ég tel aftur á móti ekki síður mikilvægt fyrir þá sem málið varðar mest að umræðan sé frjáls. Ég tel það líka merki um virðingu gagnvart þeim og öllum almenningi að fólki sé treyst fyrir getunni til að tjá sig af góðum vilja - ásamt því að vega og meta bæði upplýsingar og sjónarmið sem eru á öndverðum meiði við sannfæringu þess. Höfundur er sálfræðingur en fyrst og fremst almennur borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði birtist pistill á Vísi að nafni „Opinber umræða fyrir hvern?“ eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, sem svar við öðrum pistli eftir Helga Áss borgarfulltrúa. Þar fjallar hún um hvernig umræða um hormónameðferðir barna með kynama ætti að eiga sér stað innan fagteyma, svo sem trans teyma spítalans en ekki á opinberum vettvangi. Hún segir þessa afstöðu skynsamlega vegna þess að málaflokkurinn krefjist þekkingar sem til að mynda sérfræðingar í þessum meðferðum búa yfir. Ég tel að það sé ákveðið sannleikskorn í pistli hennar. Á sama tíma sé ég þetta í ólíku ljósi og langar mig að fjalla stuttlega um það hér. Fram kemur í pistlinum hve ötullega sérfræðingar sinna störfum innan trans teyma spítalans og að þar væri vandlega íhugað hvaða farvegi meðferðin ætti að fylgja. Sérfræðingar bæði þar og annars staðar hafa sannarlega lagt mikið að veði til að öðlast sína þekkingu. Framlag sérfræðinga, sama hvað um ræðir, er augljóslega mikilvægt. Á hinn bóginn vaknar sú spurning hversu vel sérþekkingin fangar allar hliðar málsins. Einnig vaknar sú spurning að hversu miklu leyti viðfangsefnið krefst sérþekkingar til að réttmæta skoðun megi hafa á málinu. Ég myndi til dæmis halda að spurningar um eðli kyns varði allan almenning enda snúa þær að grundvallareinkennum manneskjunnar. Ég myndi ætla að ef ungmenni eru fyrst og fremst börn foreldra sinna en ekki bara viðföng sérfræðinga (með fullri virðingu fyrir þeim) að þá væri opinská umræða um meðferð þeirra heilbrigðismerki í frjálsu samfélagi. Ég myndi einnig telja að siðferðislegar spurningar um læknisfræðileg inngrip (svo sem hormónabælandi meðferðir) varði allan almenning, en þó sérfræðilæknar hafi sértæka þekkingu á starfsemi líkamans þá eru þeir ekki betur til þess fallnir að ákvarða hvernig okkur ber að lifa. Að standa, sem dæmi, frammi fyrir því að upplifa sig djúplega á skjön við líkama sinn og dæmigerð hlutverk kyns síns eru tilvistarlegar áskoranir sem ég efast um að sérhæfð teymi, sama hversu fagmannleg og metnaðarfull þau eru hafi öll svörin við. Það er líka eðlilegt og þarf ekki að vera slæmt. Sérhæfingu fylgir ákveðinn fórnarkostnaður og forgangsröðun. Sérfræðingurinn sér eitthvað mjög vel sem aðrir eru ekki eins glöggir á - en það kannski á kostnað einhvers annars. Sérfræðingurinn kann líka að starfa út frá ákveðnum grunnforsendum sem aðrir deila ekki og kemst því að ólíkri niðurstöðu en sá sem gefur sér ólíkar forsendur. Sá sem leggur mikið vægi í hugmyndir og eðlisávísanir barna er líklegur til að hátta meðferð með öðrum hætti en sá sem telur að börn skorti mikilvæga visku og þurfi leiðsögn. Sá sem trúir að kyn sé vídd eða að því sé úthlutað við fæðingu er líklegur til að komast að ólíkum niðurstöðum um hvað teljist til æskilegrar meðferðar en sá sem trúir að kynin séu tvö og að kyn barns sé leitt í ljós við fæðingu. Þegar ákveðið er fyrir fram hverjir ættu og ættu ekki að tjá sig kveður það niður málefnalega umræðu og gjöful tækifæri til að hugsa. Við erum fáfróðar félagsverur og við öðlumst skilning meðal annars gegnum skoðanaskipti og endurgjöf. Ef við gerumst of upptekin af því hver mælir hverju sinni hættir okkur einnig til að leiðast inn á svið rökvillna á borð við persónu- og kennivaldsrök. Það er, við afskrifum málflutning einhvers á grundvelli þess hver viðkomandi er eða tökum málflutningi einhvers sem gildum vegna þess hver viðkomandi er án viðleitni til innihaldsins. Ég geri mér grein fyrir viðkvæmni málsins og viljanum að hlífa ungmennum á erfiðum stað og foreldrum þeirra fyrir hugsanlega misvísandi upplýsingum eða persónuníði. Ég tel aftur á móti ekki síður mikilvægt fyrir þá sem málið varðar mest að umræðan sé frjáls. Ég tel það líka merki um virðingu gagnvart þeim og öllum almenningi að fólki sé treyst fyrir getunni til að tjá sig af góðum vilja - ásamt því að vega og meta bæði upplýsingar og sjónarmið sem eru á öndverðum meiði við sannfæringu þess. Höfundur er sálfræðingur en fyrst og fremst almennur borgari
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun