Í djúpneti íslenskra stjórnmála Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2024 13:30 Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vegagerð Matvælaframleiðsla Magnús Guðmundsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun