Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 19:22 Haukur Hinriksson segir að reglur KSÍ um heimild leikmanna til að leika á meðan kærumál gegn þeim velkjast um í kerfinu, verði skýrðar á næstunni. Mál Alberts Guðmundssonar og spilamennska með landsliðinu hefur verið í umræðunni undanfarna mánuði. vísir Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. Þetta segir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við Vísi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Alberts vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Frá því var greint í gær að Albert hefði verið skilinn utan þess hóps sem kemur til með að leika æfingaleiki við karlalandslið Englands og Hollands. Åge Hareide sagði á blaðamannafundi að reglur KSÍ væru skýrar. Þær leiddu til þess að honum væri ekki heimilt að velja Albert á meðan mál hans hefur ekki endanlega verið fellt niður. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar, en héraðssaksóknari felldi niður málið gegn honum í febrúar á þessu ári. Brotaþoli kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Reglur KSÍ kveða á um það að leikmanni sé óheimilt að leika fyrir landslið Íslands á meðan mál tengt honum sé til „meðferðar á rannsóknarstigi eða hjá ákæruvaldi.“ Ákvörðun héraðssaksóknara var að vísu kærð á meðan Albert var mættur í síðasta landsliðsverkefni og var honum þar með heimilt að leika leikina gegn Ísrael og Úkraínu. Það hafi verið vegna tómarúms í reglunum, eins og Haukur orðar það. Greinargerð og tillögum skilað til stjórnar Vafi leikur hins vegar á því hvort túlka skuli fyrrgreinda reglu á þann hátt að undir meðferð falli bið eftir ákvörðun ríkissaksóknara í máli leikmanns. Haukur segir að stjórn sambandsins hafi ákveðið nokkru áður að túlka beri regluna þannig að undir hana falli tilvik sambærileg því sem uppi er nú. „Reglan er hins vegar nokkuð einföld og stutt. Hún er sennilega ekki nógu nákvæm og sér ekki fyrir öll tilvik í réttarvörslukerfinu,“ segir Hinrik. Það sé ástæða fyrir því að endurskoðun á reglunni hafi verið sett af stað. „Með það að markmiði að skýra hana nánar, þessa agnúa og vankanta og þau tilvik sem geti komið upp við meðferð mála, þannig að það leiki enginn vafi á túlkun reglunnar þegar þessi tilvik koma upp.“ Horft til fyrra máls Ákvörðun hafi verið tekin innan stjórnar um hvernig haga beri þessum tilvikum fyrir síðasta landsliðsglugga, segir Haukur. „Þetta var bara ákveðið fyrirfram, það var alls ekki vitað hvort þessi tiltekna ákvörðun um niðurfellingu yrði kærð eða ekki.“ Í kjölfar þessa verkefnis var sett af stað vinna sem er ætlað að skýra reglurnar. Sex einstaklingar, sem standa utan KSÍ, hafa skilað greinargerð og tillögum til stjórnar. Í því tilfelli sem hér um ræðir lá hins vegar fyrir fyrri ákvörðun stjórnar í máli Arons Einars Gunnarssonar, sem ekki var valinn í landsliðsverkefni á meðan ríkissasksóknari átti eftir að taka ákvörðun í kynferðisbrotamáli hans. Svo fór að niðurfelling héraðssaksóknara á málinu var staðfest. „Sjórnin hafði því enga aðra valkosti í þessu tilfelli en að horfa til þessa fordæmis,“ segir Haukur. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þetta segir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við Vísi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Alberts vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Frá því var greint í gær að Albert hefði verið skilinn utan þess hóps sem kemur til með að leika æfingaleiki við karlalandslið Englands og Hollands. Åge Hareide sagði á blaðamannafundi að reglur KSÍ væru skýrar. Þær leiddu til þess að honum væri ekki heimilt að velja Albert á meðan mál hans hefur ekki endanlega verið fellt niður. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar, en héraðssaksóknari felldi niður málið gegn honum í febrúar á þessu ári. Brotaþoli kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Reglur KSÍ kveða á um það að leikmanni sé óheimilt að leika fyrir landslið Íslands á meðan mál tengt honum sé til „meðferðar á rannsóknarstigi eða hjá ákæruvaldi.“ Ákvörðun héraðssaksóknara var að vísu kærð á meðan Albert var mættur í síðasta landsliðsverkefni og var honum þar með heimilt að leika leikina gegn Ísrael og Úkraínu. Það hafi verið vegna tómarúms í reglunum, eins og Haukur orðar það. Greinargerð og tillögum skilað til stjórnar Vafi leikur hins vegar á því hvort túlka skuli fyrrgreinda reglu á þann hátt að undir meðferð falli bið eftir ákvörðun ríkissaksóknara í máli leikmanns. Haukur segir að stjórn sambandsins hafi ákveðið nokkru áður að túlka beri regluna þannig að undir hana falli tilvik sambærileg því sem uppi er nú. „Reglan er hins vegar nokkuð einföld og stutt. Hún er sennilega ekki nógu nákvæm og sér ekki fyrir öll tilvik í réttarvörslukerfinu,“ segir Hinrik. Það sé ástæða fyrir því að endurskoðun á reglunni hafi verið sett af stað. „Með það að markmiði að skýra hana nánar, þessa agnúa og vankanta og þau tilvik sem geti komið upp við meðferð mála, þannig að það leiki enginn vafi á túlkun reglunnar þegar þessi tilvik koma upp.“ Horft til fyrra máls Ákvörðun hafi verið tekin innan stjórnar um hvernig haga beri þessum tilvikum fyrir síðasta landsliðsglugga, segir Haukur. „Þetta var bara ákveðið fyrirfram, það var alls ekki vitað hvort þessi tiltekna ákvörðun um niðurfellingu yrði kærð eða ekki.“ Í kjölfar þessa verkefnis var sett af stað vinna sem er ætlað að skýra reglurnar. Sex einstaklingar, sem standa utan KSÍ, hafa skilað greinargerð og tillögum til stjórnar. Í því tilfelli sem hér um ræðir lá hins vegar fyrir fyrri ákvörðun stjórnar í máli Arons Einars Gunnarssonar, sem ekki var valinn í landsliðsverkefni á meðan ríkissasksóknari átti eftir að taka ákvörðun í kynferðisbrotamáli hans. Svo fór að niðurfelling héraðssaksóknara á málinu var staðfest. „Sjórnin hafði því enga aðra valkosti í þessu tilfelli en að horfa til þessa fordæmis,“ segir Haukur.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira