Enginn axli ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts ungra barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 11:21 Berglind Björg Arnarsdóttir og Winter Ivý kvöddu þennan heim alltof snemma. Foreldrar þeirra eru allt annað en sáttir við viðbrögð heilbrigðiskerfisins. Borgarfulltrúi Pírata er hugsi yfir því að forsvarsfólk í heilbrigðiskerfinu hafi ekki viðurkennt mistök og axlað ábyrgð í tveimur tilfellum þegar mjög ung börn létust. Það strái salti í sár syrgjandi foreldra að neitað sér fyrir mistök. Dóra Björt Guðjónsdóttir vísar til frásagna foreldra tveggja barna. Annars vegar foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldrarnir ætla að stefna ríkinu. Hins vegar vísar Dóra Björt til frásagnar Anitu Berkeley sem lýsir í Facebook færslu samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk á Barnaspítala Hringsins þegar tæplega sjö vikna gömul dóttir hennar var veik. Sú litla hafi verið metin sem hefðbundið kveisubarn og útskrifuð. Innan við hálfum sólarhring síðar var hún látin. „6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana. Var send heim til að deyja,“ segir Anita í færslu sinni sem er í mikilli dreifingu. „Á síðasta fundi með forstjóra Landsspítalans var mér tilkynnt að þeir hefðu ekkert haldbært til að setja lækninn sem að útskrifaði hana af barnaspítalanum í leyfi á meðan á rannsóknum stendur. Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum!“ Skráning á atvikum innan barnaspítalans hafi verið ábótavant. „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknanna sem framkvæma þessi óafturkræfu mistök?“ spyr Anita. Lágmark að viðurkenna ábyrgð Dóra Björt er hugsi yfir heilbrigðiskerfinu. „Núna er ég á einum sólarhring búin að lesa um tvö alvarleg og frekar nýleg mistök af hendi heilbrigðiskerfisins þar sem mjög ung börn létust í kjölfarið. Í hvorugu tilfelli virðist forsvarsfólk heilbrigðiskerfisins hafa viðurkennt mistökin og axlað ábyrgðina. Eitthvað hefur þó borið á því að bætt sé úr ferlum. Hvers vegna er bætt úr ferlum ef ábyrgðin og mistökin eru ekki viðurkennd?“ spyr Dóra Björt. „Ég hef sjálf upplifað vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins. Hvert á að leita til að kvarta? Er verið að meta þjónustuupplifun almennt og breyta byggt á þeirri skoðun? Hið opinbera þarf að gera hlutina vel og hafa alvöru gæðaferla til að færa þeim ekki vopn sem vilja færa verkefnin yfir til einkaaðila.“ Hún segir lágmark að ábyrgð sé viðurkennd og bætt úr því sem þarf að bæta úr. „Svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð. Að neita fyrir mistök stráir salti í sár eftir erfiða upplifa. Að neita fyrir mistök er ekki leiðin til framfara og ekki til þess fallið að auka traust á kerfunum okkar. Fólk gerir mistök, stundum hafa þau mistök hræðilegar afleiðingar. Við viljum afstýra því, en til þess þarf að bæta úr og til þess að bæta úr af alvöru þarf að axla ábyrgð af alvöru.“ Hún segist meðvituð um að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. „Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin. Það er huggun harmi gegn ef hægt er að vera þess fullviss að allt verði gert til að bæta úr. Það er huggun harmi gegn að fá alvöru afsökunarbeiðni. Nú þarf að brettta upp ermar og gera betur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir vísar til frásagna foreldra tveggja barna. Annars vegar foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldrarnir ætla að stefna ríkinu. Hins vegar vísar Dóra Björt til frásagnar Anitu Berkeley sem lýsir í Facebook færslu samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk á Barnaspítala Hringsins þegar tæplega sjö vikna gömul dóttir hennar var veik. Sú litla hafi verið metin sem hefðbundið kveisubarn og útskrifuð. Innan við hálfum sólarhring síðar var hún látin. „6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana. Var send heim til að deyja,“ segir Anita í færslu sinni sem er í mikilli dreifingu. „Á síðasta fundi með forstjóra Landsspítalans var mér tilkynnt að þeir hefðu ekkert haldbært til að setja lækninn sem að útskrifaði hana af barnaspítalanum í leyfi á meðan á rannsóknum stendur. Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum!“ Skráning á atvikum innan barnaspítalans hafi verið ábótavant. „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknanna sem framkvæma þessi óafturkræfu mistök?“ spyr Anita. Lágmark að viðurkenna ábyrgð Dóra Björt er hugsi yfir heilbrigðiskerfinu. „Núna er ég á einum sólarhring búin að lesa um tvö alvarleg og frekar nýleg mistök af hendi heilbrigðiskerfisins þar sem mjög ung börn létust í kjölfarið. Í hvorugu tilfelli virðist forsvarsfólk heilbrigðiskerfisins hafa viðurkennt mistökin og axlað ábyrgðina. Eitthvað hefur þó borið á því að bætt sé úr ferlum. Hvers vegna er bætt úr ferlum ef ábyrgðin og mistökin eru ekki viðurkennd?“ spyr Dóra Björt. „Ég hef sjálf upplifað vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins. Hvert á að leita til að kvarta? Er verið að meta þjónustuupplifun almennt og breyta byggt á þeirri skoðun? Hið opinbera þarf að gera hlutina vel og hafa alvöru gæðaferla til að færa þeim ekki vopn sem vilja færa verkefnin yfir til einkaaðila.“ Hún segir lágmark að ábyrgð sé viðurkennd og bætt úr því sem þarf að bæta úr. „Svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð. Að neita fyrir mistök stráir salti í sár eftir erfiða upplifa. Að neita fyrir mistök er ekki leiðin til framfara og ekki til þess fallið að auka traust á kerfunum okkar. Fólk gerir mistök, stundum hafa þau mistök hræðilegar afleiðingar. Við viljum afstýra því, en til þess þarf að bæta úr og til þess að bæta úr af alvöru þarf að axla ábyrgð af alvöru.“ Hún segist meðvituð um að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. „Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin. Það er huggun harmi gegn ef hægt er að vera þess fullviss að allt verði gert til að bæta úr. Það er huggun harmi gegn að fá alvöru afsökunarbeiðni. Nú þarf að brettta upp ermar og gera betur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira