„Langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. maí 2024 13:01 Sara Rún með Íslandsmeistaratitilinn sem Keflavík vann í gær. skjáskot Sara Rún Hinriksdóttir sneri heim til Keflavíkur úr atvinnumennsku í janúar og endaði tímabilið sem tvöfaldur meistari. Hún var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins þegar Keflavík hampaði Íslandsmeistaratitlinum í gær. „Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
„Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55
Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39