Minnislausir molbúar Melkorka Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2024 08:00 Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun