Kaupsamningum fjölgar en mikið ójafnvægi á leigumarkaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 06:50 Hafnarfjörður úr lofti. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði um 29 prósent frá fyrra ári og hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði hækkaði í öllum landshlutum í mars. Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira