Þegar orðið einelti er gjaldfellt – Til fylgjenda Katrínar Jakobsdóttur Kolbrá Höskuldsdóttir skrifar 20. maí 2024 08:01 Nokkur orð um ástæður gagnrýnis en ekki eineltis... Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að hafa eytt atkvæði mínu hérna um árið á Vinstri – græna, einmitt til þess að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist EKKI að, en varð heldur betur ekki að ósk minni. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði við að það skyldi fjölgað hér ráðherraembættum með tilheyrandi kostnaði og að þessir sömu ráðherrar, vissu vart hvert þeir áttu að mæta loksins þegar stjórnarmyndunin var afstaðin, né voru þeir alveg með það á hreinu hvað þeir áttu að gera. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að eitt af aðal ráðuneytum VG (jaaa, hefði maður haldið) var afhent Sjálfstæðismönnum jafn fúslega og reyndist og síðan þá, hefur orðið náttúruvernd eða umhverfismál varla heyrst í orðfæri VG – liða. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar fötluðu flóttamannafólki var og er hent héðan úr landinu eins og hverju öðru hyski, fólki frá stríðshrjáðum löndum, án þess að heyrðist hvorki hóst né stuna frá forsætis né annarra úr hennar flokki. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði gróflega ærandi þögnin þegar spilltasti stjórnmálamaður síðari tíma, fékk að selja föður sínum banka, skipaði góðvinum sínum í sendiherrastöður, var umbunað fyrir vond störf með öðru ráðuneyti, fékk óáreittur að fyrirskipa að Ísland sæti hjá við vopnahléi á Gaza, fékk óáreittur að kasta fýlusprengju í átt að tjaldbúðum Palestínumanna á Austurvelli, sem vissulega opnaði opinberlega fyrir ormagryfju rasisma í garð þess minnihlutahóps og sem sér ekki fyrir endann á. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar haldnar voru hér rándýrar tvöþúsund milljóna króna ráðstefnur, sem engu skilaði nema að vopnavæða lögregluna enn frekar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar gróflega þegar yfirlýstur flokkur friðar og gegn hervaldi, tekur þátt í vopnakaupum og flutningum. Já kæru fylgjendur KJ, mér sárnar og blöskrar yfirgengilega við undirlægjuhátt þegar það kemur að þjóðernishreinsunum á innilokuðum íbúum Gaza og því að standa ekki almennilega í lappirnar við stuðningi gagnvart þeim. Að fordæma ekki óhæfuna, viðbjóðinn og slíta stjórnmálasambandi við Ísræla. Að horfa upp á það sem þar er að gerast og gera ekki neitt af alvöru, beita ekki sinni röddu sem KJ hafði sem æðsti maður þjóðar sinnar vissulega getað gert, er ófyrirgefanlegt og skammarlegt. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar þið ásakið réttmætar gagnrýnisraddir fólks og sakið um einelti og er alger gjaldfelling á merkingu orðsins. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar stjórnmálamaður sem ákveður í miðjum klíðum að hlaupa á eftir sinni eigin hégómagirnd og koma sér fyrir í þægilegra starfi. Stjórnmálamanni sem hefur svikið flest sín baráttumál og stefnu eigin flokks. Stekkur frá borði, hafandi setið í afar óvinsælli ríkisstjórn, horft í leiðinni upp á algert hrun síns eigin flokks og leggur síðan lykla forsætisráðuneytisins bókstaflega í hendurnar á þeim spilltasta og óvinsælasta. Skipti þá eftir allt saman í rauninni ekki máli hver stjórnaði? Og sú rökleysa um að sú atburðarás hafi orðið til eftir að hún sagði af sér og ekki getað séð slíkt fyrir er í besta falli hlægileg og út í hött, enda KJ engin amatör í stjórnmálum. Hennar starfsreynslu er jú fyrst og fremst að finna þar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar og leiðist satt best að segja fórnarlambshlutverk ykkar og því að það sem þið vogið ykkur að kalla réttmæta gagnrýni, einelti. Að manneskja sem var forsætisráðherra fyrir korteri síðan, stólsetan enn hálf volg, ætlar sér að vera öryggisventill þjóðarinnar yfir eigin afar umdeildum frumvörpum. Það að hafa áhyggjur af slíku er ekki aðeins skiljanlegt heldur eðlilegt í lýðræðisríki og ber að benda á og gagnrýna. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar hvað þið notið orðið einelti léttvægt, frambjóðandi ykkar sem með framboði sínu hefur í raun klofið þjóðina í fylkingar og verður að sjálfsögðu ekki hið augljósa, sameiningartákn þjóðar sinnar. Já og að lokum kæru fylgjendur KJ, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram og studd með rökum, kallast það ekki einelti, en hinsvegar er hægt að nota slíkan málatilbúnað sem tilburði til þöggunar. Góðar stundir Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nokkur orð um ástæður gagnrýnis en ekki eineltis... Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að hafa eytt atkvæði mínu hérna um árið á Vinstri – græna, einmitt til þess að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist EKKI að, en varð heldur betur ekki að ósk minni. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði við að það skyldi fjölgað hér ráðherraembættum með tilheyrandi kostnaði og að þessir sömu ráðherrar, vissu vart hvert þeir áttu að mæta loksins þegar stjórnarmyndunin var afstaðin, né voru þeir alveg með það á hreinu hvað þeir áttu að gera. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að eitt af aðal ráðuneytum VG (jaaa, hefði maður haldið) var afhent Sjálfstæðismönnum jafn fúslega og reyndist og síðan þá, hefur orðið náttúruvernd eða umhverfismál varla heyrst í orðfæri VG – liða. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar fötluðu flóttamannafólki var og er hent héðan úr landinu eins og hverju öðru hyski, fólki frá stríðshrjáðum löndum, án þess að heyrðist hvorki hóst né stuna frá forsætis né annarra úr hennar flokki. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði gróflega ærandi þögnin þegar spilltasti stjórnmálamaður síðari tíma, fékk að selja föður sínum banka, skipaði góðvinum sínum í sendiherrastöður, var umbunað fyrir vond störf með öðru ráðuneyti, fékk óáreittur að fyrirskipa að Ísland sæti hjá við vopnahléi á Gaza, fékk óáreittur að kasta fýlusprengju í átt að tjaldbúðum Palestínumanna á Austurvelli, sem vissulega opnaði opinberlega fyrir ormagryfju rasisma í garð þess minnihlutahóps og sem sér ekki fyrir endann á. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar haldnar voru hér rándýrar tvöþúsund milljóna króna ráðstefnur, sem engu skilaði nema að vopnavæða lögregluna enn frekar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar gróflega þegar yfirlýstur flokkur friðar og gegn hervaldi, tekur þátt í vopnakaupum og flutningum. Já kæru fylgjendur KJ, mér sárnar og blöskrar yfirgengilega við undirlægjuhátt þegar það kemur að þjóðernishreinsunum á innilokuðum íbúum Gaza og því að standa ekki almennilega í lappirnar við stuðningi gagnvart þeim. Að fordæma ekki óhæfuna, viðbjóðinn og slíta stjórnmálasambandi við Ísræla. Að horfa upp á það sem þar er að gerast og gera ekki neitt af alvöru, beita ekki sinni röddu sem KJ hafði sem æðsti maður þjóðar sinnar vissulega getað gert, er ófyrirgefanlegt og skammarlegt. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar þið ásakið réttmætar gagnrýnisraddir fólks og sakið um einelti og er alger gjaldfelling á merkingu orðsins. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar stjórnmálamaður sem ákveður í miðjum klíðum að hlaupa á eftir sinni eigin hégómagirnd og koma sér fyrir í þægilegra starfi. Stjórnmálamanni sem hefur svikið flest sín baráttumál og stefnu eigin flokks. Stekkur frá borði, hafandi setið í afar óvinsælli ríkisstjórn, horft í leiðinni upp á algert hrun síns eigin flokks og leggur síðan lykla forsætisráðuneytisins bókstaflega í hendurnar á þeim spilltasta og óvinsælasta. Skipti þá eftir allt saman í rauninni ekki máli hver stjórnaði? Og sú rökleysa um að sú atburðarás hafi orðið til eftir að hún sagði af sér og ekki getað séð slíkt fyrir er í besta falli hlægileg og út í hött, enda KJ engin amatör í stjórnmálum. Hennar starfsreynslu er jú fyrst og fremst að finna þar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar og leiðist satt best að segja fórnarlambshlutverk ykkar og því að það sem þið vogið ykkur að kalla réttmæta gagnrýni, einelti. Að manneskja sem var forsætisráðherra fyrir korteri síðan, stólsetan enn hálf volg, ætlar sér að vera öryggisventill þjóðarinnar yfir eigin afar umdeildum frumvörpum. Það að hafa áhyggjur af slíku er ekki aðeins skiljanlegt heldur eðlilegt í lýðræðisríki og ber að benda á og gagnrýna. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar hvað þið notið orðið einelti léttvægt, frambjóðandi ykkar sem með framboði sínu hefur í raun klofið þjóðina í fylkingar og verður að sjálfsögðu ekki hið augljósa, sameiningartákn þjóðar sinnar. Já og að lokum kæru fylgjendur KJ, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram og studd með rökum, kallast það ekki einelti, en hinsvegar er hægt að nota slíkan málatilbúnað sem tilburði til þöggunar. Góðar stundir Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun