Þegar orðið einelti er gjaldfellt – Til fylgjenda Katrínar Jakobsdóttur Kolbrá Höskuldsdóttir skrifar 20. maí 2024 08:01 Nokkur orð um ástæður gagnrýnis en ekki eineltis... Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að hafa eytt atkvæði mínu hérna um árið á Vinstri – græna, einmitt til þess að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist EKKI að, en varð heldur betur ekki að ósk minni. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði við að það skyldi fjölgað hér ráðherraembættum með tilheyrandi kostnaði og að þessir sömu ráðherrar, vissu vart hvert þeir áttu að mæta loksins þegar stjórnarmyndunin var afstaðin, né voru þeir alveg með það á hreinu hvað þeir áttu að gera. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að eitt af aðal ráðuneytum VG (jaaa, hefði maður haldið) var afhent Sjálfstæðismönnum jafn fúslega og reyndist og síðan þá, hefur orðið náttúruvernd eða umhverfismál varla heyrst í orðfæri VG – liða. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar fötluðu flóttamannafólki var og er hent héðan úr landinu eins og hverju öðru hyski, fólki frá stríðshrjáðum löndum, án þess að heyrðist hvorki hóst né stuna frá forsætis né annarra úr hennar flokki. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði gróflega ærandi þögnin þegar spilltasti stjórnmálamaður síðari tíma, fékk að selja föður sínum banka, skipaði góðvinum sínum í sendiherrastöður, var umbunað fyrir vond störf með öðru ráðuneyti, fékk óáreittur að fyrirskipa að Ísland sæti hjá við vopnahléi á Gaza, fékk óáreittur að kasta fýlusprengju í átt að tjaldbúðum Palestínumanna á Austurvelli, sem vissulega opnaði opinberlega fyrir ormagryfju rasisma í garð þess minnihlutahóps og sem sér ekki fyrir endann á. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar haldnar voru hér rándýrar tvöþúsund milljóna króna ráðstefnur, sem engu skilaði nema að vopnavæða lögregluna enn frekar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar gróflega þegar yfirlýstur flokkur friðar og gegn hervaldi, tekur þátt í vopnakaupum og flutningum. Já kæru fylgjendur KJ, mér sárnar og blöskrar yfirgengilega við undirlægjuhátt þegar það kemur að þjóðernishreinsunum á innilokuðum íbúum Gaza og því að standa ekki almennilega í lappirnar við stuðningi gagnvart þeim. Að fordæma ekki óhæfuna, viðbjóðinn og slíta stjórnmálasambandi við Ísræla. Að horfa upp á það sem þar er að gerast og gera ekki neitt af alvöru, beita ekki sinni röddu sem KJ hafði sem æðsti maður þjóðar sinnar vissulega getað gert, er ófyrirgefanlegt og skammarlegt. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar þið ásakið réttmætar gagnrýnisraddir fólks og sakið um einelti og er alger gjaldfelling á merkingu orðsins. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar stjórnmálamaður sem ákveður í miðjum klíðum að hlaupa á eftir sinni eigin hégómagirnd og koma sér fyrir í þægilegra starfi. Stjórnmálamanni sem hefur svikið flest sín baráttumál og stefnu eigin flokks. Stekkur frá borði, hafandi setið í afar óvinsælli ríkisstjórn, horft í leiðinni upp á algert hrun síns eigin flokks og leggur síðan lykla forsætisráðuneytisins bókstaflega í hendurnar á þeim spilltasta og óvinsælasta. Skipti þá eftir allt saman í rauninni ekki máli hver stjórnaði? Og sú rökleysa um að sú atburðarás hafi orðið til eftir að hún sagði af sér og ekki getað séð slíkt fyrir er í besta falli hlægileg og út í hött, enda KJ engin amatör í stjórnmálum. Hennar starfsreynslu er jú fyrst og fremst að finna þar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar og leiðist satt best að segja fórnarlambshlutverk ykkar og því að það sem þið vogið ykkur að kalla réttmæta gagnrýni, einelti. Að manneskja sem var forsætisráðherra fyrir korteri síðan, stólsetan enn hálf volg, ætlar sér að vera öryggisventill þjóðarinnar yfir eigin afar umdeildum frumvörpum. Það að hafa áhyggjur af slíku er ekki aðeins skiljanlegt heldur eðlilegt í lýðræðisríki og ber að benda á og gagnrýna. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar hvað þið notið orðið einelti léttvægt, frambjóðandi ykkar sem með framboði sínu hefur í raun klofið þjóðina í fylkingar og verður að sjálfsögðu ekki hið augljósa, sameiningartákn þjóðar sinnar. Já og að lokum kæru fylgjendur KJ, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram og studd með rökum, kallast það ekki einelti, en hinsvegar er hægt að nota slíkan málatilbúnað sem tilburði til þöggunar. Góðar stundir Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nokkur orð um ástæður gagnrýnis en ekki eineltis... Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að hafa eytt atkvæði mínu hérna um árið á Vinstri – græna, einmitt til þess að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist EKKI að, en varð heldur betur ekki að ósk minni. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði við að það skyldi fjölgað hér ráðherraembættum með tilheyrandi kostnaði og að þessir sömu ráðherrar, vissu vart hvert þeir áttu að mæta loksins þegar stjórnarmyndunin var afstaðin, né voru þeir alveg með það á hreinu hvað þeir áttu að gera. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði að eitt af aðal ráðuneytum VG (jaaa, hefði maður haldið) var afhent Sjálfstæðismönnum jafn fúslega og reyndist og síðan þá, hefur orðið náttúruvernd eða umhverfismál varla heyrst í orðfæri VG – liða. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar fötluðu flóttamannafólki var og er hent héðan úr landinu eins og hverju öðru hyski, fólki frá stríðshrjáðum löndum, án þess að heyrðist hvorki hóst né stuna frá forsætis né annarra úr hennar flokki. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði gróflega ærandi þögnin þegar spilltasti stjórnmálamaður síðari tíma, fékk að selja föður sínum banka, skipaði góðvinum sínum í sendiherrastöður, var umbunað fyrir vond störf með öðru ráðuneyti, fékk óáreittur að fyrirskipa að Ísland sæti hjá við vopnahléi á Gaza, fékk óáreittur að kasta fýlusprengju í átt að tjaldbúðum Palestínumanna á Austurvelli, sem vissulega opnaði opinberlega fyrir ormagryfju rasisma í garð þess minnihlutahóps og sem sér ekki fyrir endann á. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskraði þegar haldnar voru hér rándýrar tvöþúsund milljóna króna ráðstefnur, sem engu skilaði nema að vopnavæða lögregluna enn frekar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar gróflega þegar yfirlýstur flokkur friðar og gegn hervaldi, tekur þátt í vopnakaupum og flutningum. Já kæru fylgjendur KJ, mér sárnar og blöskrar yfirgengilega við undirlægjuhátt þegar það kemur að þjóðernishreinsunum á innilokuðum íbúum Gaza og því að standa ekki almennilega í lappirnar við stuðningi gagnvart þeim. Að fordæma ekki óhæfuna, viðbjóðinn og slíta stjórnmálasambandi við Ísræla. Að horfa upp á það sem þar er að gerast og gera ekki neitt af alvöru, beita ekki sinni röddu sem KJ hafði sem æðsti maður þjóðar sinnar vissulega getað gert, er ófyrirgefanlegt og skammarlegt. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar þið ásakið réttmætar gagnrýnisraddir fólks og sakið um einelti og er alger gjaldfelling á merkingu orðsins. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar þegar stjórnmálamaður sem ákveður í miðjum klíðum að hlaupa á eftir sinni eigin hégómagirnd og koma sér fyrir í þægilegra starfi. Stjórnmálamanni sem hefur svikið flest sín baráttumál og stefnu eigin flokks. Stekkur frá borði, hafandi setið í afar óvinsælli ríkisstjórn, horft í leiðinni upp á algert hrun síns eigin flokks og leggur síðan lykla forsætisráðuneytisins bókstaflega í hendurnar á þeim spilltasta og óvinsælasta. Skipti þá eftir allt saman í rauninni ekki máli hver stjórnaði? Og sú rökleysa um að sú atburðarás hafi orðið til eftir að hún sagði af sér og ekki getað séð slíkt fyrir er í besta falli hlægileg og út í hött, enda KJ engin amatör í stjórnmálum. Hennar starfsreynslu er jú fyrst og fremst að finna þar. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar og leiðist satt best að segja fórnarlambshlutverk ykkar og því að það sem þið vogið ykkur að kalla réttmæta gagnrýni, einelti. Að manneskja sem var forsætisráðherra fyrir korteri síðan, stólsetan enn hálf volg, ætlar sér að vera öryggisventill þjóðarinnar yfir eigin afar umdeildum frumvörpum. Það að hafa áhyggjur af slíku er ekki aðeins skiljanlegt heldur eðlilegt í lýðræðisríki og ber að benda á og gagnrýna. Já kæru fylgjendur KJ, mér blöskrar hvað þið notið orðið einelti léttvægt, frambjóðandi ykkar sem með framboði sínu hefur í raun klofið þjóðina í fylkingar og verður að sjálfsögðu ekki hið augljósa, sameiningartákn þjóðar sinnar. Já og að lokum kæru fylgjendur KJ, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram og studd með rökum, kallast það ekki einelti, en hinsvegar er hægt að nota slíkan málatilbúnað sem tilburði til þöggunar. Góðar stundir Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun