Leitin enn ekki borið árangur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 23:55 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er staðsettur nærri svæðinu þar sem þyrlunnar er leitað. AP Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979. Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Þyrla með Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian innanborðs er sögð hafa brotlent í Austur-Aserbaídsjanhéraði seinni partinn í dag. Umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir í dag og mun líklega gera inn í nóttina. Fjölmörg ríki hafa boðið fram hjálparhönd sína í leitinni. Greint var frá því í íranskri sjónvarpsútsendingu fyrr í kvöld að þyrlan væri fundin, en engar frekari upplýsingar um meintan fund fengust. Skömmu síðar sögðu embættismenn Rauða hálfmánans í Íran að þyrlan væri vitaskuld ekki fundin og að leit héldi áfram. Íranskir miðlar segja leitina enn standa yfir, fjörutíu mismunandi leitarsveitir séu á svæðinu sem stendurm, en þar eru há fjöll og skógar. Illviðri hefur gert björgunarsveitum erfitt fyrir og ausandi rigning varð að snjókomu þegar leið á nóttina. Þoka hefur hamlað leit að þyrlunni úr lofti. Blaðamenn Al Jazeera hafa haldið uppi lifandi fréttavakt með nýjustu vendingum í málinu síðan í dag og þar verður hægt að fylgjast með gangi mála í nótt. Íbúar Tehran hópuðust saman á Vali-Asr torginu og báðu fyrir forsetanum. EPA Yfirvöld Tyrklands, Rússlands, Sádi-Arabíu, Katar, Aserbaídsjan, Armeníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram hjálp við leitina. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkt gervihnattakortlagningu til að aðstoða við leitina. Hamas-samtökin og Hútar hafa að auki lýst yfir stuðningi. Sléttur mánuður frá árásum Ísraela Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Íran kemur fram að þrátt fyrir fjandsamlegar veðuraðstæður komi björgunarsveitir til með að halda leitinni áfram. Ráðuneytið þakkar að auki þann stuðning sem nágrannalönd, sem og framkvæmdastjórn ESB, hafa sýnt. Á sama tíma hefur lítið heyrst frá breskum og bandarískum yfirvöldum í tengslum við málið. Rúmur mánuður er síðan Íranir gerðu umfangsmikla árás á Ísrael, fyrstu beinu árásina á Ísrael. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar hétu hefndaraðgerðum. Nokkrum dögum eftir árásina gerðu Ísraelsmenn árás ratsjárstöð í Íran. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta var í fyrsta sinn sem Ísraelar gerðu loftárás af því tagi í Íran frá 1979.
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira