Fremstu blakarar Ísraels leika listir sínar í Digranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 11:32 Leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. HK Digranes Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki taka í fyrsta sinn þátt í CEV Silver deildinni um helgina. Keppt er í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi og er karlalandslið Ísraels á meðal gesta. Hávær krafa hefur verið hjá hluta Íslendinga að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. Fram kemur á Facebook-síðu Blaksambands Íslands að leit standi yfir að starfsfólki til að standa vaktina hvað varðar boltana, moppur og gæslu. „Svona leikir fara ekki fram sjálfkrafa og því leitum við til blakfólks um land allt með aðstoð í kringum leikina. Þetta er frábært tækifæri til að sjá landsliðsfólkið okkar taka þetta stóra skref á nýju sviði,“ segir í færslunni á Facebook. Karlalandsliðið mætir Færeyjum og Ísrael en kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi. Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal. Á síðustu keppnishelginni 31. maí til 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu. Hávær krafa var í samfélaginu um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision sökum þess að Ísrael væri á meðal þátttakenda. Ástæðan er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar eru taldir hafa drepið á fjórða tug þúsunda Palestínumanna undanfarnar vikur og mánuði. Þá var mótmælt þegar Breiðablik spilaði gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í nóvember. Þá heyrðust sömuleiðis þær raddir að íslenska karlalandsliðið ætti ekki að spila gegn Ísrael í umspili um sæti á Evrópumótinu í sumar. Svo fór að Ísland tók þátt í Eurovision, Breiðablik spilaði leikinn gegn Maccabi Tel Aviv og karlalandsliðið lagði Ísrael í umspili áður en liðið féll úr leik gegn Úkraínu. Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 17. maí 16:00 Lettland - Ísland KVK 20:00 Færeyjar - Ísland KK Laugardagur 18. maí 16:00 Ísrael - Færeyjar KK 20:00 Ungverjaland - Lettland KVK Sunnudagur 19. maí 15:00 Ísland - Ísrael KK 19:00 Ísland - Ungverjaland KVK Blak Ísrael Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira
Fram kemur á Facebook-síðu Blaksambands Íslands að leit standi yfir að starfsfólki til að standa vaktina hvað varðar boltana, moppur og gæslu. „Svona leikir fara ekki fram sjálfkrafa og því leitum við til blakfólks um land allt með aðstoð í kringum leikina. Þetta er frábært tækifæri til að sjá landsliðsfólkið okkar taka þetta stóra skref á nýju sviði,“ segir í færslunni á Facebook. Karlalandsliðið mætir Færeyjum og Ísrael en kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi. Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal. Á síðustu keppnishelginni 31. maí til 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu. Hávær krafa var í samfélaginu um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision sökum þess að Ísrael væri á meðal þátttakenda. Ástæðan er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar eru taldir hafa drepið á fjórða tug þúsunda Palestínumanna undanfarnar vikur og mánuði. Þá var mótmælt þegar Breiðablik spilaði gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í nóvember. Þá heyrðust sömuleiðis þær raddir að íslenska karlalandsliðið ætti ekki að spila gegn Ísrael í umspili um sæti á Evrópumótinu í sumar. Svo fór að Ísland tók þátt í Eurovision, Breiðablik spilaði leikinn gegn Maccabi Tel Aviv og karlalandsliðið lagði Ísrael í umspili áður en liðið féll úr leik gegn Úkraínu. Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 17. maí 16:00 Lettland - Ísland KVK 20:00 Færeyjar - Ísland KK Laugardagur 18. maí 16:00 Ísrael - Færeyjar KK 20:00 Ungverjaland - Lettland KVK Sunnudagur 19. maí 15:00 Ísland - Ísrael KK 19:00 Ísland - Ungverjaland KVK
Blak Ísrael Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira