Fjöldi fyrirtækja hætta með Rapyd Oddný Björg Rafnsdóttir skrifar 17. maí 2024 10:00 Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli. Flestum Íslendingum finnst þessi manndráps- og hernaðarhyggja ólíðandi og viðbjóðsleg og vilja þess vegna ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu vilja um 60% Íslendinga alls ekki versla við fyrirtæki sem nota Rapyd og aðeins 6% landsmanna vilja skipta við þau. Á síðunni http://hirdir.is safnar fólk saman upplýsingum um fyrirtæki sem nota og nota ekki Rapyd. Fyrir hinn almenna neytenda er vefsíðan Hirðir.is eina leiðin til að vita hvort verið sé að skipta við Rapyd eða ekki, þar sem Rapyd hefur látið fjarlægja lógóið sitt af posum. Ef fyrirtækið er ekki inni á Hirði er um að gera að afla upplýsinga og skrá það. Á Hirði má sjá að hunduð fyrirtækja virða þennan vilja okkar neytenda og hafa hætt viðskiptum við Rapyd eða eru að vinna í að skipta. Þannig hafa á undanförnum vikum stóru verslanakeðjurnar Hagar, Byko, Fagkaup og Samkaup tilkynnt að þær séu búnar að semja við nýjan færsluhirði og breytinga þar af leiðandi að vænta hjá þeim. Þar bætast þær í hóp fjölmargra fyrirtækja sem búin eru að skipta, eins og til dæmis, IKEA, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Gæludýr.is En betur má ef duga skal. Enn eru allt of mörg fyrirtæki og stofnanir að skipta við Rapyd. Við þurfum því að halda áfram að þrýsta á þau og hvetja til að hætta þeim viðskiptum. Ég satt að segja skil ekki hvernig stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta réttlætt það fyrir sér og sínu starfsfólki að skipta við Rapyd, fyrirtæki sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Hvar er samkenndin og samfélagsábyrgðin? Góðu fréttirnar eru þær að fjöldi fyrirtækja og stofnana eru þegar hætt að notast við Rapyd og mörg eru á þeirri leið. Þau fyrirtæki sem eftir eru hvet ég til að gera eitthvað í málinu - strax í dag. Það er ekki margt sem ég get gert, frá innsveitum norðanlands, til að aðstoða nauðstadda á Gaza annað en að nota rödd mína og reyna að stjórna því hvert peningarnir mínir fara. Ég ætla að gera mitt allra besta. Höfundur er friðarsinni sem hefur ekki áhuga á að styðja þjóðarmorð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli. Flestum Íslendingum finnst þessi manndráps- og hernaðarhyggja ólíðandi og viðbjóðsleg og vilja þess vegna ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu vilja um 60% Íslendinga alls ekki versla við fyrirtæki sem nota Rapyd og aðeins 6% landsmanna vilja skipta við þau. Á síðunni http://hirdir.is safnar fólk saman upplýsingum um fyrirtæki sem nota og nota ekki Rapyd. Fyrir hinn almenna neytenda er vefsíðan Hirðir.is eina leiðin til að vita hvort verið sé að skipta við Rapyd eða ekki, þar sem Rapyd hefur látið fjarlægja lógóið sitt af posum. Ef fyrirtækið er ekki inni á Hirði er um að gera að afla upplýsinga og skrá það. Á Hirði má sjá að hunduð fyrirtækja virða þennan vilja okkar neytenda og hafa hætt viðskiptum við Rapyd eða eru að vinna í að skipta. Þannig hafa á undanförnum vikum stóru verslanakeðjurnar Hagar, Byko, Fagkaup og Samkaup tilkynnt að þær séu búnar að semja við nýjan færsluhirði og breytinga þar af leiðandi að vænta hjá þeim. Þar bætast þær í hóp fjölmargra fyrirtækja sem búin eru að skipta, eins og til dæmis, IKEA, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Gæludýr.is En betur má ef duga skal. Enn eru allt of mörg fyrirtæki og stofnanir að skipta við Rapyd. Við þurfum því að halda áfram að þrýsta á þau og hvetja til að hætta þeim viðskiptum. Ég satt að segja skil ekki hvernig stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta réttlætt það fyrir sér og sínu starfsfólki að skipta við Rapyd, fyrirtæki sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Hvar er samkenndin og samfélagsábyrgðin? Góðu fréttirnar eru þær að fjöldi fyrirtækja og stofnana eru þegar hætt að notast við Rapyd og mörg eru á þeirri leið. Þau fyrirtæki sem eftir eru hvet ég til að gera eitthvað í málinu - strax í dag. Það er ekki margt sem ég get gert, frá innsveitum norðanlands, til að aðstoða nauðstadda á Gaza annað en að nota rödd mína og reyna að stjórna því hvert peningarnir mínir fara. Ég ætla að gera mitt allra besta. Höfundur er friðarsinni sem hefur ekki áhuga á að styðja þjóðarmorð.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar