Fjöldi fyrirtækja hætta með Rapyd Oddný Björg Rafnsdóttir skrifar 17. maí 2024 10:00 Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli. Flestum Íslendingum finnst þessi manndráps- og hernaðarhyggja ólíðandi og viðbjóðsleg og vilja þess vegna ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu vilja um 60% Íslendinga alls ekki versla við fyrirtæki sem nota Rapyd og aðeins 6% landsmanna vilja skipta við þau. Á síðunni http://hirdir.is safnar fólk saman upplýsingum um fyrirtæki sem nota og nota ekki Rapyd. Fyrir hinn almenna neytenda er vefsíðan Hirðir.is eina leiðin til að vita hvort verið sé að skipta við Rapyd eða ekki, þar sem Rapyd hefur látið fjarlægja lógóið sitt af posum. Ef fyrirtækið er ekki inni á Hirði er um að gera að afla upplýsinga og skrá það. Á Hirði má sjá að hunduð fyrirtækja virða þennan vilja okkar neytenda og hafa hætt viðskiptum við Rapyd eða eru að vinna í að skipta. Þannig hafa á undanförnum vikum stóru verslanakeðjurnar Hagar, Byko, Fagkaup og Samkaup tilkynnt að þær séu búnar að semja við nýjan færsluhirði og breytinga þar af leiðandi að vænta hjá þeim. Þar bætast þær í hóp fjölmargra fyrirtækja sem búin eru að skipta, eins og til dæmis, IKEA, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Gæludýr.is En betur má ef duga skal. Enn eru allt of mörg fyrirtæki og stofnanir að skipta við Rapyd. Við þurfum því að halda áfram að þrýsta á þau og hvetja til að hætta þeim viðskiptum. Ég satt að segja skil ekki hvernig stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta réttlætt það fyrir sér og sínu starfsfólki að skipta við Rapyd, fyrirtæki sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Hvar er samkenndin og samfélagsábyrgðin? Góðu fréttirnar eru þær að fjöldi fyrirtækja og stofnana eru þegar hætt að notast við Rapyd og mörg eru á þeirri leið. Þau fyrirtæki sem eftir eru hvet ég til að gera eitthvað í málinu - strax í dag. Það er ekki margt sem ég get gert, frá innsveitum norðanlands, til að aðstoða nauðstadda á Gaza annað en að nota rödd mína og reyna að stjórna því hvert peningarnir mínir fara. Ég ætla að gera mitt allra besta. Höfundur er friðarsinni sem hefur ekki áhuga á að styðja þjóðarmorð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli. Flestum Íslendingum finnst þessi manndráps- og hernaðarhyggja ólíðandi og viðbjóðsleg og vilja þess vegna ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu vilja um 60% Íslendinga alls ekki versla við fyrirtæki sem nota Rapyd og aðeins 6% landsmanna vilja skipta við þau. Á síðunni http://hirdir.is safnar fólk saman upplýsingum um fyrirtæki sem nota og nota ekki Rapyd. Fyrir hinn almenna neytenda er vefsíðan Hirðir.is eina leiðin til að vita hvort verið sé að skipta við Rapyd eða ekki, þar sem Rapyd hefur látið fjarlægja lógóið sitt af posum. Ef fyrirtækið er ekki inni á Hirði er um að gera að afla upplýsinga og skrá það. Á Hirði má sjá að hunduð fyrirtækja virða þennan vilja okkar neytenda og hafa hætt viðskiptum við Rapyd eða eru að vinna í að skipta. Þannig hafa á undanförnum vikum stóru verslanakeðjurnar Hagar, Byko, Fagkaup og Samkaup tilkynnt að þær séu búnar að semja við nýjan færsluhirði og breytinga þar af leiðandi að vænta hjá þeim. Þar bætast þær í hóp fjölmargra fyrirtækja sem búin eru að skipta, eins og til dæmis, IKEA, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Gæludýr.is En betur má ef duga skal. Enn eru allt of mörg fyrirtæki og stofnanir að skipta við Rapyd. Við þurfum því að halda áfram að þrýsta á þau og hvetja til að hætta þeim viðskiptum. Ég satt að segja skil ekki hvernig stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta réttlætt það fyrir sér og sínu starfsfólki að skipta við Rapyd, fyrirtæki sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Hvar er samkenndin og samfélagsábyrgðin? Góðu fréttirnar eru þær að fjöldi fyrirtækja og stofnana eru þegar hætt að notast við Rapyd og mörg eru á þeirri leið. Þau fyrirtæki sem eftir eru hvet ég til að gera eitthvað í málinu - strax í dag. Það er ekki margt sem ég get gert, frá innsveitum norðanlands, til að aðstoða nauðstadda á Gaza annað en að nota rödd mína og reyna að stjórna því hvert peningarnir mínir fara. Ég ætla að gera mitt allra besta. Höfundur er friðarsinni sem hefur ekki áhuga á að styðja þjóðarmorð.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar