Færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna vatnslagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 12:32 Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu. Vísir/Egill Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna skemmda á þeirri lögn sem flytur vatn til neyslu og húshitunar í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu segir að þegar hættustigi hafi verið lýst yfir 29. nóvember 2023 hafi umfang tjóns ekki legið fyrir en við skoðun hafi komið í ljós verulegar skemmdir á um þrjú hundruð metra kafla lagnarinnar. „Hætta er á að lögnin fari í sundur með þeim afleiðingum að rof verður á afhendingu vatns til Vestmannaeyja, til lengri tíma. Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu til að halda hitaveitu gangandi þótt lögnin fari í sundur. Bakbein þess viðbragðs eru fjórar RO vélar (Reverse Osmosis Water Filtration System) sem gera kleift að vinna neysluhæft vatn úr jarðsjó sem yrði dælt inn á dreifikerfi HS Veitna. Umræddar vélar, ein hver, eru í eigu Vinnslustöðvarinnar hf., Ísfélagsins hf., Laxey ehf., og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafa verið gerðar ýmsar viðbragðsáætlanir þar sem aðgerðastjórn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum stýrir aðgerðum og viðbragði, m.a. um flutning drykkjarvatns til Vestmannaeyja, að tryggja órofna starfsemi mikilvægra innviða auk stuðnings við viðkvæma hópa. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, í góðri samvinnu við samstarfs- og hagaðila, vinna áfram að framtíðarlausn og afhendingaröryggi á flutningi vatns til Vestmannaeyja,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnir Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00 Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Í tilkynningu segir að þegar hættustigi hafi verið lýst yfir 29. nóvember 2023 hafi umfang tjóns ekki legið fyrir en við skoðun hafi komið í ljós verulegar skemmdir á um þrjú hundruð metra kafla lagnarinnar. „Hætta er á að lögnin fari í sundur með þeim afleiðingum að rof verður á afhendingu vatns til Vestmannaeyja, til lengri tíma. Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu til að halda hitaveitu gangandi þótt lögnin fari í sundur. Bakbein þess viðbragðs eru fjórar RO vélar (Reverse Osmosis Water Filtration System) sem gera kleift að vinna neysluhæft vatn úr jarðsjó sem yrði dælt inn á dreifikerfi HS Veitna. Umræddar vélar, ein hver, eru í eigu Vinnslustöðvarinnar hf., Ísfélagsins hf., Laxey ehf., og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafa verið gerðar ýmsar viðbragðsáætlanir þar sem aðgerðastjórn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum stýrir aðgerðum og viðbragði, m.a. um flutning drykkjarvatns til Vestmannaeyja, að tryggja órofna starfsemi mikilvægra innviða auk stuðnings við viðkvæma hópa. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, í góðri samvinnu við samstarfs- og hagaðila, vinna áfram að framtíðarlausn og afhendingaröryggi á flutningi vatns til Vestmannaeyja,“ segir í tilkynningunni.
Almannavarnir Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00 Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00
Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18