„Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. maí 2024 21:57 Gunnar Magnússon var ánægður með sigurinn gegn Val Vísir/Anton Brink Afturelding vann Val á útivelli 27-29 í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. „Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
„Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira