Skilur uppnám skólasamfélagsins í Laugardal en horfa þurfi á staðreyndir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2024 13:00 Alexandra segir uppbyggingu nýs unglingaskóla í Laugardal besta kostinn í stöðunni. Vísir Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar segist vel skilja uppnám foreldra og skólasamfélags vegna stefnubreytingar í grunnskólamálum í Laugardal. Forsendur hafi þó breyst og bygging nýs unglingaskóla sé besti kosturinn í stöðunni. Skóla- og frístundaráð tilkynnti um það í gær að óskað væri eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Áður hafði staðið til að byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru í dalnum til að bregðast við fjölgun nemenda. Ekki endanleg ákvörðun Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um [málið] en miðað við gögnin sem við erum að sjá núna þá hljótum við að skoða það mjög alvarlega að skipta um skoðun, miðað við ákvörðunina sem var tekin fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Þegar fyrri kosturinn, að byggja við hvern skóla, hafi verið skoðaður hafi hratt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Þessi tillaga virkar lang álitlegust. Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ segir Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Taka þurfi mark á staðreyndum Nokkur umræða skapaðist um málið á íbúasíðu Langholtshverfis á Facebook. Þá sagði Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjaskóla, í viðtali á Vísi í gær að ákvörðun ráðsins væri köld vatnsgusa í andlit skólasamfélagsins. Benti hann meðal annars á að foreldrar hefðu mótmælt þessari tillögu sérstaklega þegar málið var fyrst til umræðu fyrir tæpum tveimur árum og hefðu safnað undirskriftum til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. „Ég hef auðvitað bara töluverða samúð með því að fólki finnist erfitt þegar búið er að taka eina ákvörðun að mögulega þurfi að snúa henni við. Það getur verið mjög erfitt,“ segir Alexandra. „Ég skil að fólki finnist þetta erfitt og þess vegna var líka mjög mikilvægt að við myndum hafa umsagnaferli, fá skoðanir fólks og skólasamfélagsins áður en við myndum endanlega taka ákvörðun. Það er mikilvægt að heyra skoðanir og taka tillit til þeirra. En við þurfum líka að taka mark á staðreyndum málsins.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01 „Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00 Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Skóla- og frístundaráð tilkynnti um það í gær að óskað væri eftir umsögnum um tillögu, sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardal. Áður hafði staðið til að byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru í dalnum til að bregðast við fjölgun nemenda. Ekki endanleg ákvörðun Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um [málið] en miðað við gögnin sem við erum að sjá núna þá hljótum við að skoða það mjög alvarlega að skipta um skoðun, miðað við ákvörðunina sem var tekin fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Þegar fyrri kosturinn, að byggja við hvern skóla, hafi verið skoðaður hafi hratt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Þessi tillaga virkar lang álitlegust. Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ segir Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Taka þurfi mark á staðreyndum Nokkur umræða skapaðist um málið á íbúasíðu Langholtshverfis á Facebook. Þá sagði Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjaskóla, í viðtali á Vísi í gær að ákvörðun ráðsins væri köld vatnsgusa í andlit skólasamfélagsins. Benti hann meðal annars á að foreldrar hefðu mótmælt þessari tillögu sérstaklega þegar málið var fyrst til umræðu fyrir tæpum tveimur árum og hefðu safnað undirskriftum til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. „Ég hef auðvitað bara töluverða samúð með því að fólki finnist erfitt þegar búið er að taka eina ákvörðun að mögulega þurfi að snúa henni við. Það getur verið mjög erfitt,“ segir Alexandra. „Ég skil að fólki finnist þetta erfitt og þess vegna var líka mjög mikilvægt að við myndum hafa umsagnaferli, fá skoðanir fólks og skólasamfélagsins áður en við myndum endanlega taka ákvörðun. Það er mikilvægt að heyra skoðanir og taka tillit til þeirra. En við þurfum líka að taka mark á staðreyndum málsins.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01 „Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00 Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. 15. maí 2024 10:01
„Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. 14. maí 2024 23:00
Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14. maí 2024 14:43
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum