Takk Ísland fyrir upplýsandi kosningabaráttu! Tómas Ellert Tómasson skrifar 15. maí 2024 12:00 Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum. Fyrrv. forsætisráðherra er helst talið það til tekna af sínum stuðningsmönnum að hafa yfirburða þekkingu á opinberri stjórnsýslu umfram aðra frambjóðendur og að geta leitt ólíka hópa saman til lausnar á málum auk þess að kunna nokkur töfrabrögð. Ég véfengi það ekkert sérstaklega. Eru þessir eiginleikar sem að fyrrv. forsætisráðherra eru taldir til tekna af sínum stuðningsmönnum það sem mestu máli skiptir að Forseti Íslands þurfi að hafa til að valda embættinu? Stutta svarið við spurningunni er NEI. Helstu verkefni Forsetans eru að heimsækja þjóðina og bjóða henni á Bessastaði auk þess að styðja við og liðsinna ýmiskonar félagasamtökum og fyrirtækjum sem talin eru gagnleg þjóðinni og að vinna að landkynningu oftast í samráði við Utanríkisþjónustuna auk þess að flytja ræður sem ná eyrum margra s.s. nýársávarp og við þingsetningu. Nánar um helstu verkefni forseta Íslands má sjá hér. Það er ekki á verkefnalista forseta að taka þátt í kappræðum, hvorki á vegum íslenskra fjölmiðla eða menntaskóla. Hvað varðar þann víðfræga málskotsrétt sem mikið er til umfjöllunar samhliða þessum kosningum að þá treysti ég öllum þeim ellefu forsetaframbjóðendum betur til þess en fyrrv. forsætisráðherra til að beita honum með skynsamlegum hætti. Ég gerði þau mistök að fetta fingur út í stuðning þekkts verkalýðsleiðtoga við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Ég gerði einnig þau mistök að fetta fingur út í verklag einstaka hörundsárra og hortuga fjölmiðlamenn og þann part af Sjálfstæðisflokknum sáluga sem er slétt sama um þó fyrrverandi forystumaður flokksins hafi verið dreginn fyrir Landsdóm af fyrrv. forsætisráðherra að ósekju. Það hefði ég ekki átt að gera ásamt hundruðum annarra lýðræðiselskandi íslendingum og biðst afsökunar á þessum gjörningum mínum. Leyfum þeim sem aðhyllast ráðstjórn og valdboð auk undirlægja valdhafa að flykkjast óáreitt fram til stuðnings við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Þannig fáum best séð nöfn þeirra og andlit. Og takk fyrir að upplýsa mig kæru stuðningsmenn fyrrv. forsætisráðherra um það hverjir þið eruð. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum. Fyrrv. forsætisráðherra er helst talið það til tekna af sínum stuðningsmönnum að hafa yfirburða þekkingu á opinberri stjórnsýslu umfram aðra frambjóðendur og að geta leitt ólíka hópa saman til lausnar á málum auk þess að kunna nokkur töfrabrögð. Ég véfengi það ekkert sérstaklega. Eru þessir eiginleikar sem að fyrrv. forsætisráðherra eru taldir til tekna af sínum stuðningsmönnum það sem mestu máli skiptir að Forseti Íslands þurfi að hafa til að valda embættinu? Stutta svarið við spurningunni er NEI. Helstu verkefni Forsetans eru að heimsækja þjóðina og bjóða henni á Bessastaði auk þess að styðja við og liðsinna ýmiskonar félagasamtökum og fyrirtækjum sem talin eru gagnleg þjóðinni og að vinna að landkynningu oftast í samráði við Utanríkisþjónustuna auk þess að flytja ræður sem ná eyrum margra s.s. nýársávarp og við þingsetningu. Nánar um helstu verkefni forseta Íslands má sjá hér. Það er ekki á verkefnalista forseta að taka þátt í kappræðum, hvorki á vegum íslenskra fjölmiðla eða menntaskóla. Hvað varðar þann víðfræga málskotsrétt sem mikið er til umfjöllunar samhliða þessum kosningum að þá treysti ég öllum þeim ellefu forsetaframbjóðendum betur til þess en fyrrv. forsætisráðherra til að beita honum með skynsamlegum hætti. Ég gerði þau mistök að fetta fingur út í stuðning þekkts verkalýðsleiðtoga við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Ég gerði einnig þau mistök að fetta fingur út í verklag einstaka hörundsárra og hortuga fjölmiðlamenn og þann part af Sjálfstæðisflokknum sáluga sem er slétt sama um þó fyrrverandi forystumaður flokksins hafi verið dreginn fyrir Landsdóm af fyrrv. forsætisráðherra að ósekju. Það hefði ég ekki átt að gera ásamt hundruðum annarra lýðræðiselskandi íslendingum og biðst afsökunar á þessum gjörningum mínum. Leyfum þeim sem aðhyllast ráðstjórn og valdboð auk undirlægja valdhafa að flykkjast óáreitt fram til stuðnings við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Þannig fáum best séð nöfn þeirra og andlit. Og takk fyrir að upplýsa mig kæru stuðningsmenn fyrrv. forsætisráðherra um það hverjir þið eruð. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun