„Þegar við skorum að þá er gaman“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. maí 2024 21:30 Jóhann Kristinn var ánægður með sínar konur í dag. Vilhelm/Vísi „Ég er ægilega ánægður, mér fannst liðið bara flott í þessum leik á móti erfiðu liði,“ sagði Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA eftir 4-0 sigur á Keflavík á Akureyri í Bestu deild kvenna í fótbolta. „Mér fannst Keflavík mjög flottar og skipulagðar, þær biðu eftir okkur og voru fljótar að komast upp að okkar teig. Þær voru að hóta marki í fyrri hálfleik og ná að loka á ákveðin svæði hjá okkur þannig gott að ná sigri,“ bætti Jóhann Kristinn við. Þór/KA skoraði mark tvö á 57. marki og í kjölfarið fylgdu 3. og 4. markið við á stuttum kafla. „Það var mjög gott að ná inn marki númer tvö sem hjálpaði okkur svo í þriðja og fjórða markinu. Ef við skoðum aðeins í fyrri hálfleik að þá fáum við svipaða öldu með okkur þegar við skorum fyrsta markið og það fór svolítið í taugarnar á okkur á ná ekki strax marki eftir fyrsta markið.“ „Í seinni hálfleik fundum við þessi svæði sem er ekkert hlaupið að því Keflavíkurkonur eru góðar í að loka á þau. Ég er mjög ánægður hvernig gæðin komu í gegn hjá mínu liði í dag.“ Sandra María Jessen skoraði sitt níunda mark í fimm leikjum í dag en fram að þessu hafði Sandra skorað öll mörk Þór/KA fyrir utan eitt mark sem Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoraði í síðasta leik. Það bætust því tveir markaskorarar við í dag. „Þegar að við skorum að þá er gaman. Ég veit að umræðan hefur mikið verið um markaskorunina hjá Söndru og það er ekkert skrýtið. Það er samt gaman að sjá stelpur sem hafa verið að leggja rosa mikið á sig að ná að skora mörk líka. Þessi mörk hefðu líka mögulega geta orðið fleiri því markmaðurinn hjá þeim átti alveg hörkuleik og kom í veg fyrir mörg skot og færi hjá okkur.“ Framundan er bikarleikur hjá Þór/KA og þrátt fyrir fjóra sigra í röð vill Jóhann að allur fókus sé á næsta verkefni. „Það er bara bikarinn næst og við getum ekki velt þessu fyrir okkur. Það er stutt á milli leikja og allir leikir erfiðir. Þannig við höfum ekki mikinn tíma til að dást af því sem við höfum gert. Við verðum bara að reyna að jafna okkur, ná heilsu og vera tilbúin í næsta slag.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
„Mér fannst Keflavík mjög flottar og skipulagðar, þær biðu eftir okkur og voru fljótar að komast upp að okkar teig. Þær voru að hóta marki í fyrri hálfleik og ná að loka á ákveðin svæði hjá okkur þannig gott að ná sigri,“ bætti Jóhann Kristinn við. Þór/KA skoraði mark tvö á 57. marki og í kjölfarið fylgdu 3. og 4. markið við á stuttum kafla. „Það var mjög gott að ná inn marki númer tvö sem hjálpaði okkur svo í þriðja og fjórða markinu. Ef við skoðum aðeins í fyrri hálfleik að þá fáum við svipaða öldu með okkur þegar við skorum fyrsta markið og það fór svolítið í taugarnar á okkur á ná ekki strax marki eftir fyrsta markið.“ „Í seinni hálfleik fundum við þessi svæði sem er ekkert hlaupið að því Keflavíkurkonur eru góðar í að loka á þau. Ég er mjög ánægður hvernig gæðin komu í gegn hjá mínu liði í dag.“ Sandra María Jessen skoraði sitt níunda mark í fimm leikjum í dag en fram að þessu hafði Sandra skorað öll mörk Þór/KA fyrir utan eitt mark sem Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoraði í síðasta leik. Það bætust því tveir markaskorarar við í dag. „Þegar að við skorum að þá er gaman. Ég veit að umræðan hefur mikið verið um markaskorunina hjá Söndru og það er ekkert skrýtið. Það er samt gaman að sjá stelpur sem hafa verið að leggja rosa mikið á sig að ná að skora mörk líka. Þessi mörk hefðu líka mögulega geta orðið fleiri því markmaðurinn hjá þeim átti alveg hörkuleik og kom í veg fyrir mörg skot og færi hjá okkur.“ Framundan er bikarleikur hjá Þór/KA og þrátt fyrir fjóra sigra í röð vill Jóhann að allur fókus sé á næsta verkefni. „Það er bara bikarinn næst og við getum ekki velt þessu fyrir okkur. Það er stutt á milli leikja og allir leikir erfiðir. Þannig við höfum ekki mikinn tíma til að dást af því sem við höfum gert. Við verðum bara að reyna að jafna okkur, ná heilsu og vera tilbúin í næsta slag.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira