„Fórum af bensíngjöfinni í staðin fyrir að gefa í” Stefán Marteinn skrifar 14. maí 2024 20:10 Fanndís Friðriksdóttir og Katherine Cousins fagna innilega. Vísir/Hulda Margrét Valur lagði Tindastól með þremur mörkum gegn einu þegar þessi lið mættust í 5.umferð Bestu deild kvenna í dag. Fanndís Friðriksdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö af mörkum Íslandsmeistaranna sem lentu nokkuð óvænt undir. „Ekkert svakalega [fagmannleg frammistaða] en við gerðum það sem þurfti. Þannig við erum bara sáttar að hafa unnið. Við þurfum eitthvað að skoða það hvernig við byrjum leikina, það er ekki alltaf hægt að fá á okkur mark svona til að koma okkur í gang,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Vals eftir leikinn í dag en hún skoraði tvö mörk í dag. Valur byrjaði leikinn sterkt og voru með yfirhöndina en lentu marki undir snemma. „Ég eiginlega bara veit það ekki. Ég get ekki svarað fyrir það en við þurfum allavega að skoða þetta eitthvað.“ Það dró til tíðinda á 38. mínútu þegar Fanndís jafnaði leikinn fyrir Val og tveimur mínútum síðar var hún búin að koma Val yfir og þær leiddu í hálfleik. „Mjög mikilvægt. Við vorum mikið með boltann og það vantaði svolítið bara að klára sóknirnar og það var gott að ná að klára og fara með eins marks forystu inn í hálfleik. Það er alltaf betra en að vera 1-0 undir.“ Fanndís fagnar með Katherine Cousins. Vísir/Anton Brink Valur bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks og sigldi þægilegum sigri heim. „Já ég er alveg sammála. Við fórum svolítið af bensíngjöfinni í staðin fyrir að gefa í. Við einhvern veginn smá svona hættum bara að reyna að skora. Þetta var svona frekar ‘bleh’ í restina.“ Fanndísi var skipt af velli þegar rúmlega korter var eftir af leiknum þegar hún var á þrennunni en viðurkenndi að hafa verið orðin þreytt. „Auðvitað hefði ég vilja það. Ég var samt orðin svolítið þreytt ef ég á að segja alveg eins og er þannig þetta var bara góð skipting að fá ferska fætur inn og Ragga kom vel inn.“ Fanndís í baráttunni í dag.Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Ekkert svakalega [fagmannleg frammistaða] en við gerðum það sem þurfti. Þannig við erum bara sáttar að hafa unnið. Við þurfum eitthvað að skoða það hvernig við byrjum leikina, það er ekki alltaf hægt að fá á okkur mark svona til að koma okkur í gang,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Vals eftir leikinn í dag en hún skoraði tvö mörk í dag. Valur byrjaði leikinn sterkt og voru með yfirhöndina en lentu marki undir snemma. „Ég eiginlega bara veit það ekki. Ég get ekki svarað fyrir það en við þurfum allavega að skoða þetta eitthvað.“ Það dró til tíðinda á 38. mínútu þegar Fanndís jafnaði leikinn fyrir Val og tveimur mínútum síðar var hún búin að koma Val yfir og þær leiddu í hálfleik. „Mjög mikilvægt. Við vorum mikið með boltann og það vantaði svolítið bara að klára sóknirnar og það var gott að ná að klára og fara með eins marks forystu inn í hálfleik. Það er alltaf betra en að vera 1-0 undir.“ Fanndís fagnar með Katherine Cousins. Vísir/Anton Brink Valur bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks og sigldi þægilegum sigri heim. „Já ég er alveg sammála. Við fórum svolítið af bensíngjöfinni í staðin fyrir að gefa í. Við einhvern veginn smá svona hættum bara að reyna að skora. Þetta var svona frekar ‘bleh’ í restina.“ Fanndísi var skipt af velli þegar rúmlega korter var eftir af leiknum þegar hún var á þrennunni en viðurkenndi að hafa verið orðin þreytt. „Auðvitað hefði ég vilja það. Ég var samt orðin svolítið þreytt ef ég á að segja alveg eins og er þannig þetta var bara góð skipting að fá ferska fætur inn og Ragga kom vel inn.“ Fanndís í baráttunni í dag.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira