Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2024 14:43 Með tilkomu safnskóla yrðu skólarnir þrír, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli og Laugarnesskóli allir fyrir 1. til 7. bekk og unglingastigið 8. til 10. bekkur sameinaðir í unglingaskóla. Á myndinni má sjá Langholtsskóla og Árelíu EydísiGuðmundsdóttur, formann skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. Þetta var ákveðið á fundi ráðsins í gær. Í tilkynningu frá borginni segir að boðað verði til samtals með skólasamfélaginu og öðrum íbúum í hverfinu á næstum vikum. „Á fundi ráðsins var kynnt skýrsla starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar. Reitirnir þrír sem koma til greina fyrir unglingaskóla í Laugardalnum. Þessi úttekt var gerð eftir að ákveðið hafði verið í ráðinu að mæta fjölgun nemenda í hverfinu með viðbyggingum við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Frá því að sú ákvörðun var tekin breyttust hins vegar forsendur töluvert og því var farið í nýja úttekt á stöðu skólamála í hverfinu með tilliti til framkvæmdaáætlunar. Í nýju úttektinni kemur fram hversu umfangsmikil viðhaldsþörf er á byggingum skólanna þriggja. Flóknar viðhaldsframkvæmdir samhliða byggingu viðbygginga eru taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Eins liggur nú fyrir staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem mun einnig nýtast sem aðstaða til íþróttaiðkunar fyrir börn úr hverfinu og þrír valkostir um lóðir sem gætu hentað vel fyrir unglingaskóla. Tillaga um nýjan safnskóla fyrir elstu árganga Í fundi skóla- og frístundaráðs var samþykkt að leitast við að fá umsagnir um sviðsmynd 4 úr skýrslunni frá hagsmunahópum en þar er lagt er til að byggður verði nýr unglingaskóli fyrir elstu árganga úr skólunum þremur auk nemenda á unglingastigi í nærliggjandi uppbyggingarreitum, á Orkureitnum og í Skeifunni. Með tilkomu safnskóla yrðu skólarnir þrír, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli og Laugarnesskóli allir fyrir 1. til 7. bekk og unglingastigið 8. til 10. bekkur sameinaðir í unglingaskóla. Við mat á áhættuþáttum reiknast minnsta áhættan fylgja sviðsmynd 4 sem einnig er ásættanleg leið varðandi kostnað og tíma. Eins er það niðurstaða skýrsluhöfunda að sú sviðsmynd bjóði upp á tækifæri til að byggja upp nýjan og öflugan unglingaskóla í takt við nútíma kennsluhætti. Kynningafundir framundan í þessum mánuði Hannes Frímann Sigurðsson hjá 3H Ráðgjöf hefur verið ráðinn sérlegur verkefnastjóri fyrir framtíð skólahúsnæðismála í Laugardal. Hann mun samhæfa og stýra þessu umfangsmikla heildarverkefni um framtíð skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum. Jafnframt mun hann ásamt vinnuhópi sem stofnaður hefur verið sjá um að undirbúa og samræma viðhaldsframkvæmdir í hverfinu og tryggja viðeigandi bráðabirgðahúsnæði fyrir skóla- og frístundastarf á framkvæmdatíma. Sérstök áhersla verður lögð á að fá að borðinu fulltrúa frá skólunum þremur, úr hópi starfsmanna og nemenda. Fundað verður á næstu vikum með starfsfólki, stjórnendum og foreldrum til að kynna skýrsluna og þá vinnu sem er framundan. Í framhaldi af kynningunum verður kallað eftir umsögnum frá fulltrúum þessara hópa,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Grét næstum af gleði þegar hún frétti af niðurstöðunni „Ég er ennþá að átta mig á þessu. Þvílík gleði. Það er bara þannig að þegar ég frétti af þessu þá fór ég næstum því að gráta. Ég er svo glöð að þessi niðurstaða hafi komið því maður gat alveg eins átt von á öðru,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, um þá niðurstöðu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um að byggja skuli við löngu sprungna grunnskóla í Laugardal. 7. október 2022 14:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi ráðsins í gær. Í tilkynningu frá borginni segir að boðað verði til samtals með skólasamfélaginu og öðrum íbúum í hverfinu á næstum vikum. „Á fundi ráðsins var kynnt skýrsla starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar. Reitirnir þrír sem koma til greina fyrir unglingaskóla í Laugardalnum. Þessi úttekt var gerð eftir að ákveðið hafði verið í ráðinu að mæta fjölgun nemenda í hverfinu með viðbyggingum við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Frá því að sú ákvörðun var tekin breyttust hins vegar forsendur töluvert og því var farið í nýja úttekt á stöðu skólamála í hverfinu með tilliti til framkvæmdaáætlunar. Í nýju úttektinni kemur fram hversu umfangsmikil viðhaldsþörf er á byggingum skólanna þriggja. Flóknar viðhaldsframkvæmdir samhliða byggingu viðbygginga eru taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Eins liggur nú fyrir staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem mun einnig nýtast sem aðstaða til íþróttaiðkunar fyrir börn úr hverfinu og þrír valkostir um lóðir sem gætu hentað vel fyrir unglingaskóla. Tillaga um nýjan safnskóla fyrir elstu árganga Í fundi skóla- og frístundaráðs var samþykkt að leitast við að fá umsagnir um sviðsmynd 4 úr skýrslunni frá hagsmunahópum en þar er lagt er til að byggður verði nýr unglingaskóli fyrir elstu árganga úr skólunum þremur auk nemenda á unglingastigi í nærliggjandi uppbyggingarreitum, á Orkureitnum og í Skeifunni. Með tilkomu safnskóla yrðu skólarnir þrír, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli og Laugarnesskóli allir fyrir 1. til 7. bekk og unglingastigið 8. til 10. bekkur sameinaðir í unglingaskóla. Við mat á áhættuþáttum reiknast minnsta áhættan fylgja sviðsmynd 4 sem einnig er ásættanleg leið varðandi kostnað og tíma. Eins er það niðurstaða skýrsluhöfunda að sú sviðsmynd bjóði upp á tækifæri til að byggja upp nýjan og öflugan unglingaskóla í takt við nútíma kennsluhætti. Kynningafundir framundan í þessum mánuði Hannes Frímann Sigurðsson hjá 3H Ráðgjöf hefur verið ráðinn sérlegur verkefnastjóri fyrir framtíð skólahúsnæðismála í Laugardal. Hann mun samhæfa og stýra þessu umfangsmikla heildarverkefni um framtíð skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum. Jafnframt mun hann ásamt vinnuhópi sem stofnaður hefur verið sjá um að undirbúa og samræma viðhaldsframkvæmdir í hverfinu og tryggja viðeigandi bráðabirgðahúsnæði fyrir skóla- og frístundastarf á framkvæmdatíma. Sérstök áhersla verður lögð á að fá að borðinu fulltrúa frá skólunum þremur, úr hópi starfsmanna og nemenda. Fundað verður á næstu vikum með starfsfólki, stjórnendum og foreldrum til að kynna skýrsluna og þá vinnu sem er framundan. Í framhaldi af kynningunum verður kallað eftir umsögnum frá fulltrúum þessara hópa,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Grét næstum af gleði þegar hún frétti af niðurstöðunni „Ég er ennþá að átta mig á þessu. Þvílík gleði. Það er bara þannig að þegar ég frétti af þessu þá fór ég næstum því að gráta. Ég er svo glöð að þessi niðurstaða hafi komið því maður gat alveg eins átt von á öðru,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, um þá niðurstöðu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um að byggja skuli við löngu sprungna grunnskóla í Laugardal. 7. október 2022 14:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30
Grét næstum af gleði þegar hún frétti af niðurstöðunni „Ég er ennþá að átta mig á þessu. Þvílík gleði. Það er bara þannig að þegar ég frétti af þessu þá fór ég næstum því að gráta. Ég er svo glöð að þessi niðurstaða hafi komið því maður gat alveg eins átt von á öðru,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, um þá niðurstöðu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um að byggja skuli við löngu sprungna grunnskóla í Laugardal. 7. október 2022 14:32