Uppflettingar í sjúkraskrá: Segir málinu alls ekki lokið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 13:28 Helga Vala segir málinu hvergi nærri lokið þrátt fyrir yfirlýsingu Ragnars. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konu sem kvartaði til Landlæknisembættisins og Persónuverndar vegna ólögmætra uppflettinga lækna í sjúkraskrá sinni, segir málinu hvergi nærri lokið. Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar. Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira