Mótmæla þróun gervigreindar á Austurvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2024 12:02 Aþena Ýr Ingimundardóttir skipuleggur mótmælin sem fara fram á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Skipuleggjandi mótmæla gegn gervigreind vill að þróun gervigreindar verði sett á ís á meðan unnið er að því að skilja málaflokkinn betur. Helstu sérfræðingar í gervigreind hafi ekki hafa lausnir á þeim vandamálum sem myndast við þróun hennar. Mótmælin hófust á Austurvelli nú klukkan 12 en verið er að krefjast þess að þróun gervigreindar verði stöðvuð. Mótmælin eru haldin í samstarfi við samtökin PauseAI sem standa fyrir sambærilegum mótmælum víða um heim í dag. Aþena Ýr Ingimundardóttir, skipuleggjandi mótmælanna hér á landi, segir mannkynið ekki skilja tæknina almennilega. „Það eru bara hreinlega of margar öryggisáhættur fyrir samfélagið í heild. Fyrir lýðræði og almennt öryggi. Við vitum ekki hvernig við getum tryggt að gervigreindin verði ekki misnotuð af allskyns hópum, eins og til dæmis hryðjuverkamönnum, einræðisherrum eða því um líkt,“ segir Aþena. Það dugi ekki að setja lagaramma í kringum notkun og þróun gervigreindar. Það þurfi að stöðva þróunina í bili. „Á meðan það er verið að gera ítarlegar rannsóknir á því sem við höfum þróað nú þegar. Við skiljum þau forrit sem við höfum notað nú þegar ekki nálægt því nægilega vel. Þetta eru risastór tauganet sem enginn í raun skilur hvað er í gangi innan, bara hvernig þau eru þjálfuð og síðan hvað hún spýtur út úr sér. En við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið, í tauganetinu sjálfu,“ segir Aþena. Sérfræðingar um gervigreind skilji sjálfir ekki allt um þróun hennar. „Fremstu sérfræðingar heims hafa ekki lausnir á þeim vandamálum sem þau vita að við stöndum frammi fyrir. Það er bara of mikil pressa á að halda áfram að þróa, það hefur myndast mikil samkeppni,“ segir Aþena. Gervigreind Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Mótmælin hófust á Austurvelli nú klukkan 12 en verið er að krefjast þess að þróun gervigreindar verði stöðvuð. Mótmælin eru haldin í samstarfi við samtökin PauseAI sem standa fyrir sambærilegum mótmælum víða um heim í dag. Aþena Ýr Ingimundardóttir, skipuleggjandi mótmælanna hér á landi, segir mannkynið ekki skilja tæknina almennilega. „Það eru bara hreinlega of margar öryggisáhættur fyrir samfélagið í heild. Fyrir lýðræði og almennt öryggi. Við vitum ekki hvernig við getum tryggt að gervigreindin verði ekki misnotuð af allskyns hópum, eins og til dæmis hryðjuverkamönnum, einræðisherrum eða því um líkt,“ segir Aþena. Það dugi ekki að setja lagaramma í kringum notkun og þróun gervigreindar. Það þurfi að stöðva þróunina í bili. „Á meðan það er verið að gera ítarlegar rannsóknir á því sem við höfum þróað nú þegar. Við skiljum þau forrit sem við höfum notað nú þegar ekki nálægt því nægilega vel. Þetta eru risastór tauganet sem enginn í raun skilur hvað er í gangi innan, bara hvernig þau eru þjálfuð og síðan hvað hún spýtur út úr sér. En við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið, í tauganetinu sjálfu,“ segir Aþena. Sérfræðingar um gervigreind skilji sjálfir ekki allt um þróun hennar. „Fremstu sérfræðingar heims hafa ekki lausnir á þeim vandamálum sem þau vita að við stöndum frammi fyrir. Það er bara of mikil pressa á að halda áfram að þróa, það hefur myndast mikil samkeppni,“ segir Aþena.
Gervigreind Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira