„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 13:50 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“ Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Sjá meira
Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“
Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Sjá meira