Forsetakosningar á Eyrarbakka – munu sakna buffsins frá Guðna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2024 20:05 Elín Eyrún Herbertsdóttir, (t.v.), sem er í 9. bekk og Bryndís Rós van Duin, sem er í 10. bekk en þær sáu um að merkja við nemendur og afhenda þeim kjörseðlana í kosningunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Gnarr verður næsti forseti Íslands ef marka má forsetakosningar, sem fóru fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag. Einn nemandi gaf Baldri Þórhallssyni sitt atkvæði því hann á kött, sem heitir Baldur. Það var spennan í loftinu í skólanum í morgun þegar kosningarnar fóru fram en reynt að líkja eins mikið og hægt var eftir alvöru forsetakosningum. Síðustu daga hafa nemendur kynnt sér vel alla frambjóðendur og reynt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum. „Við vildum finna út úr því hvað krökkunum finnst hérna í 7. til 10. bekk og finna út hvort þetta eigi eftir að vera eitthvað svipað og úrslitin verða 1. júní eða hvort þetta verður svipað skoðanakönnunum og svo líka að fræða þau um lýðræði, hvernig er pælingin á bak við þetta, af hverju að kjósa, er kosningarétturinn mikilvægur,” segir Charlotte Sigrid á Kósini, kennari á Eyrarbakka. Charlotte Sigrid á Kósini kennari á Eyrarbakka, sem var allt í öllu varðandi skipulag og framkvæmd kosninganna í skólanum í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um var að ræða 50 nemendur, 25 stráka og 25 stelpur, engir kennarar eða aðrir starfsmenn skólans fengu að kjósa. Kosningaþátttaka var 70% og auðir og ógildir seðlar voru átta. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var 2,8%. „Við höfum það hlutverk að skrá alla, sem taka þátt í kosningunni og passa upp á að allir kjósi. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segja vinkonurnar Elín Eyrún Herbertsdóttir, sem er í 9. Bekk og Bryndís Rós Van–Duin, sem er í 10. bekk En má ég spyrja, hvað kusuð þið? „Jón Gnarr, Jón Gnarr, ef þú ert eldri en átján þá myndi ég kjósa hann. Já, ég er sammála,” segir vinirnir Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk. Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk en þeir kusu báðir Jón Gnarr.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var þetta erfitt val? „Smá, já, svolítið jú smá”. En eigið þið eftir að sakna Guðna forseta? „Alveg svakalega, já mjög, því hann er alltaf með buffið, við eigum eftir að sakna þess,” segja vinkonurnar Berta Sóley Grímsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. bekk. Berta Sóley Grétarsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. Bekk segjast eftir að sakna Guðna forseta og buffsins, sem hann er svo oft með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Má á ég spyrja þig hvern þú kaust? „Baldur því hann er með safna nafn á kötturinn minn“, segir Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk. Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk, sem kaus Baldur en köttur Lúkasar heitir því nafni og því fannst honum tilvalið að kjósa hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kosningarnar gengu vel og brutu upp skólastarfið í skólanum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forsetakosningar 2024 Grunnskólar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Það var spennan í loftinu í skólanum í morgun þegar kosningarnar fóru fram en reynt að líkja eins mikið og hægt var eftir alvöru forsetakosningum. Síðustu daga hafa nemendur kynnt sér vel alla frambjóðendur og reynt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum. „Við vildum finna út úr því hvað krökkunum finnst hérna í 7. til 10. bekk og finna út hvort þetta eigi eftir að vera eitthvað svipað og úrslitin verða 1. júní eða hvort þetta verður svipað skoðanakönnunum og svo líka að fræða þau um lýðræði, hvernig er pælingin á bak við þetta, af hverju að kjósa, er kosningarétturinn mikilvægur,” segir Charlotte Sigrid á Kósini, kennari á Eyrarbakka. Charlotte Sigrid á Kósini kennari á Eyrarbakka, sem var allt í öllu varðandi skipulag og framkvæmd kosninganna í skólanum í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um var að ræða 50 nemendur, 25 stráka og 25 stelpur, engir kennarar eða aðrir starfsmenn skólans fengu að kjósa. Kosningaþátttaka var 70% og auðir og ógildir seðlar voru átta. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var 2,8%. „Við höfum það hlutverk að skrá alla, sem taka þátt í kosningunni og passa upp á að allir kjósi. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segja vinkonurnar Elín Eyrún Herbertsdóttir, sem er í 9. Bekk og Bryndís Rós Van–Duin, sem er í 10. bekk En má ég spyrja, hvað kusuð þið? „Jón Gnarr, Jón Gnarr, ef þú ert eldri en átján þá myndi ég kjósa hann. Já, ég er sammála,” segir vinirnir Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk. Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk en þeir kusu báðir Jón Gnarr.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var þetta erfitt val? „Smá, já, svolítið jú smá”. En eigið þið eftir að sakna Guðna forseta? „Alveg svakalega, já mjög, því hann er alltaf með buffið, við eigum eftir að sakna þess,” segja vinkonurnar Berta Sóley Grímsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. bekk. Berta Sóley Grétarsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. Bekk segjast eftir að sakna Guðna forseta og buffsins, sem hann er svo oft með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Má á ég spyrja þig hvern þú kaust? „Baldur því hann er með safna nafn á kötturinn minn“, segir Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk. Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk, sem kaus Baldur en köttur Lúkasar heitir því nafni og því fannst honum tilvalið að kjósa hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kosningarnar gengu vel og brutu upp skólastarfið í skólanum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forsetakosningar 2024 Grunnskólar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira