Spáir Ísrael sigri í Eurovision Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 21:01 Inga Auðbjörg segir ekkert ópólitískt við Eurovision. Vísir/Bjarni Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. Ísrael rauk upp í veðbönkum í gærkvöldi eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. „Það er búinn að vera mikill áróður fyrir þessu atriði þannig að í rauninn hefur komið mér á óvart hvað þau hafa verið að mælast lágt í veðbönkum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision-aðdáandi. Heldurðu að Ísrael muni vinna? „Ég held að það séu ansi miklar líkur á því að ég muni ekki horfa á keppnina á næsta ári af því að hún verður haldin í Ísrael.“ Klipptu baulið út úr útsendingu Inga er ein margra sem sniðgengur keppnina í ár en hún segir óhjákvæmilegt að fylgjast með henni vegna mikillar umræðu. Á miðvikudag var baulað hressilega á Golan þegar hún var á æfingu í Eurovisionhöllinni og fjölmenn mótmæli fóru fram í Malmö í allan gærdag. Í kjölfar baulsins á miðvikudag sendi ísraelska ríkisútvarpið harðort bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um að það skyldi tryggja að þetta kæmi ekki fyrir í keppninni sjálfri. Þrátt fyrir það var baulað á Golan, sérstaklega þegar flutningi hennar var lokið í höllinni í gærkvöldi. Þetta urðu sjónvarpsáhorfendur ekki varir við. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Inga segir almennt ekki hafa farið vel um tjáningarfrelsið í keppninni. „Það er búið að banna palestínska fánann, við munum vel hvernig það fór þegar Hatari sýndi palestínska fánann og nú búið að gefa það út að fólk verði nánast tæklað niður ef það mætir með palestínska fánann. Það er greinilegt að það á að stýra því algerlega hvaða tjáning er í lagi og hvaða tjáning er ekki í lagi. Mér finnst það mjög vafasöm vegferð.“ Niðurstöður símakosningar Ítala skekki niðurstöðurnar Ítalir birtu í gær niðurstöður símakosningarinnar þar í landi í sjónvarpsútsendingu sinni. Fjörutíu prósent ítalskra kjósenda greiddu Ísrael atkvæði sitt en ekkert annað land hlaut einu sinni tíu prósent atkvæðanna. „Þetta skekkir alla keppnina, þegar þú ert kominn með niðurstöður úr einni undankeppni þá fer fólk að flykkjast með því af því að allir vilja vera með sigurvegaranum í liði, eða hlustar á lagið öðruvísi,“ segir Inga. „Þetta er mjög óheppilegt en þetta eru náttúrulega gríðarlega sláandi niðurstöður. Þetta eru svo rosalega miklir yfirburðir, þessi kosning sem Ísrael hlýtur. Hvort þetta sé óvart verða aðrir að skera úr um.“ EBU hefur statt og stöðugt haldið því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Inga blæs á þessar fullyrðingar. „Ég trúi því ekki að listaverk geti nokkurn tíman verið ópólitískt. Þetta er keppni milli landa, auðvitað er hún pólitísk. Það er allt pólitískt í eðli sínu. Það er pólitískt að leyfa Ísrael að vera með. Það er pólitískt að banna suma fána en ekki aðra. Ég blæs á svona yfirlýsingar. Mér finnst þær naïve-ar og ekki í sambandi við raunveruleikann.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Eurovision Tengdar fréttir Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Ísrael rauk upp í veðbönkum í gærkvöldi eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. „Það er búinn að vera mikill áróður fyrir þessu atriði þannig að í rauninn hefur komið mér á óvart hvað þau hafa verið að mælast lágt í veðbönkum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision-aðdáandi. Heldurðu að Ísrael muni vinna? „Ég held að það séu ansi miklar líkur á því að ég muni ekki horfa á keppnina á næsta ári af því að hún verður haldin í Ísrael.“ Klipptu baulið út úr útsendingu Inga er ein margra sem sniðgengur keppnina í ár en hún segir óhjákvæmilegt að fylgjast með henni vegna mikillar umræðu. Á miðvikudag var baulað hressilega á Golan þegar hún var á æfingu í Eurovisionhöllinni og fjölmenn mótmæli fóru fram í Malmö í allan gærdag. Í kjölfar baulsins á miðvikudag sendi ísraelska ríkisútvarpið harðort bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um að það skyldi tryggja að þetta kæmi ekki fyrir í keppninni sjálfri. Þrátt fyrir það var baulað á Golan, sérstaklega þegar flutningi hennar var lokið í höllinni í gærkvöldi. Þetta urðu sjónvarpsáhorfendur ekki varir við. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Inga segir almennt ekki hafa farið vel um tjáningarfrelsið í keppninni. „Það er búið að banna palestínska fánann, við munum vel hvernig það fór þegar Hatari sýndi palestínska fánann og nú búið að gefa það út að fólk verði nánast tæklað niður ef það mætir með palestínska fánann. Það er greinilegt að það á að stýra því algerlega hvaða tjáning er í lagi og hvaða tjáning er ekki í lagi. Mér finnst það mjög vafasöm vegferð.“ Niðurstöður símakosningar Ítala skekki niðurstöðurnar Ítalir birtu í gær niðurstöður símakosningarinnar þar í landi í sjónvarpsútsendingu sinni. Fjörutíu prósent ítalskra kjósenda greiddu Ísrael atkvæði sitt en ekkert annað land hlaut einu sinni tíu prósent atkvæðanna. „Þetta skekkir alla keppnina, þegar þú ert kominn með niðurstöður úr einni undankeppni þá fer fólk að flykkjast með því af því að allir vilja vera með sigurvegaranum í liði, eða hlustar á lagið öðruvísi,“ segir Inga. „Þetta er mjög óheppilegt en þetta eru náttúrulega gríðarlega sláandi niðurstöður. Þetta eru svo rosalega miklir yfirburðir, þessi kosning sem Ísrael hlýtur. Hvort þetta sé óvart verða aðrir að skera úr um.“ EBU hefur statt og stöðugt haldið því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Inga blæs á þessar fullyrðingar. „Ég trúi því ekki að listaverk geti nokkurn tíman verið ópólitískt. Þetta er keppni milli landa, auðvitað er hún pólitísk. Það er allt pólitískt í eðli sínu. Það er pólitískt að leyfa Ísrael að vera með. Það er pólitískt að banna suma fána en ekki aðra. Ég blæs á svona yfirlýsingar. Mér finnst þær naïve-ar og ekki í sambandi við raunveruleikann.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Eurovision Tengdar fréttir Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14
Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30