Spáir Ísrael sigri í Eurovision Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 21:01 Inga Auðbjörg segir ekkert ópólitískt við Eurovision. Vísir/Bjarni Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. Ísrael rauk upp í veðbönkum í gærkvöldi eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. „Það er búinn að vera mikill áróður fyrir þessu atriði þannig að í rauninn hefur komið mér á óvart hvað þau hafa verið að mælast lágt í veðbönkum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision-aðdáandi. Heldurðu að Ísrael muni vinna? „Ég held að það séu ansi miklar líkur á því að ég muni ekki horfa á keppnina á næsta ári af því að hún verður haldin í Ísrael.“ Klipptu baulið út úr útsendingu Inga er ein margra sem sniðgengur keppnina í ár en hún segir óhjákvæmilegt að fylgjast með henni vegna mikillar umræðu. Á miðvikudag var baulað hressilega á Golan þegar hún var á æfingu í Eurovisionhöllinni og fjölmenn mótmæli fóru fram í Malmö í allan gærdag. Í kjölfar baulsins á miðvikudag sendi ísraelska ríkisútvarpið harðort bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um að það skyldi tryggja að þetta kæmi ekki fyrir í keppninni sjálfri. Þrátt fyrir það var baulað á Golan, sérstaklega þegar flutningi hennar var lokið í höllinni í gærkvöldi. Þetta urðu sjónvarpsáhorfendur ekki varir við. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Inga segir almennt ekki hafa farið vel um tjáningarfrelsið í keppninni. „Það er búið að banna palestínska fánann, við munum vel hvernig það fór þegar Hatari sýndi palestínska fánann og nú búið að gefa það út að fólk verði nánast tæklað niður ef það mætir með palestínska fánann. Það er greinilegt að það á að stýra því algerlega hvaða tjáning er í lagi og hvaða tjáning er ekki í lagi. Mér finnst það mjög vafasöm vegferð.“ Niðurstöður símakosningar Ítala skekki niðurstöðurnar Ítalir birtu í gær niðurstöður símakosningarinnar þar í landi í sjónvarpsútsendingu sinni. Fjörutíu prósent ítalskra kjósenda greiddu Ísrael atkvæði sitt en ekkert annað land hlaut einu sinni tíu prósent atkvæðanna. „Þetta skekkir alla keppnina, þegar þú ert kominn með niðurstöður úr einni undankeppni þá fer fólk að flykkjast með því af því að allir vilja vera með sigurvegaranum í liði, eða hlustar á lagið öðruvísi,“ segir Inga. „Þetta er mjög óheppilegt en þetta eru náttúrulega gríðarlega sláandi niðurstöður. Þetta eru svo rosalega miklir yfirburðir, þessi kosning sem Ísrael hlýtur. Hvort þetta sé óvart verða aðrir að skera úr um.“ EBU hefur statt og stöðugt haldið því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Inga blæs á þessar fullyrðingar. „Ég trúi því ekki að listaverk geti nokkurn tíman verið ópólitískt. Þetta er keppni milli landa, auðvitað er hún pólitísk. Það er allt pólitískt í eðli sínu. Það er pólitískt að leyfa Ísrael að vera með. Það er pólitískt að banna suma fána en ekki aðra. Ég blæs á svona yfirlýsingar. Mér finnst þær naïve-ar og ekki í sambandi við raunveruleikann.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Eurovision Tengdar fréttir Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Ísrael rauk upp í veðbönkum í gærkvöldi eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. „Það er búinn að vera mikill áróður fyrir þessu atriði þannig að í rauninn hefur komið mér á óvart hvað þau hafa verið að mælast lágt í veðbönkum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision-aðdáandi. Heldurðu að Ísrael muni vinna? „Ég held að það séu ansi miklar líkur á því að ég muni ekki horfa á keppnina á næsta ári af því að hún verður haldin í Ísrael.“ Klipptu baulið út úr útsendingu Inga er ein margra sem sniðgengur keppnina í ár en hún segir óhjákvæmilegt að fylgjast með henni vegna mikillar umræðu. Á miðvikudag var baulað hressilega á Golan þegar hún var á æfingu í Eurovisionhöllinni og fjölmenn mótmæli fóru fram í Malmö í allan gærdag. Í kjölfar baulsins á miðvikudag sendi ísraelska ríkisútvarpið harðort bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um að það skyldi tryggja að þetta kæmi ekki fyrir í keppninni sjálfri. Þrátt fyrir það var baulað á Golan, sérstaklega þegar flutningi hennar var lokið í höllinni í gærkvöldi. Þetta urðu sjónvarpsáhorfendur ekki varir við. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Inga segir almennt ekki hafa farið vel um tjáningarfrelsið í keppninni. „Það er búið að banna palestínska fánann, við munum vel hvernig það fór þegar Hatari sýndi palestínska fánann og nú búið að gefa það út að fólk verði nánast tæklað niður ef það mætir með palestínska fánann. Það er greinilegt að það á að stýra því algerlega hvaða tjáning er í lagi og hvaða tjáning er ekki í lagi. Mér finnst það mjög vafasöm vegferð.“ Niðurstöður símakosningar Ítala skekki niðurstöðurnar Ítalir birtu í gær niðurstöður símakosningarinnar þar í landi í sjónvarpsútsendingu sinni. Fjörutíu prósent ítalskra kjósenda greiddu Ísrael atkvæði sitt en ekkert annað land hlaut einu sinni tíu prósent atkvæðanna. „Þetta skekkir alla keppnina, þegar þú ert kominn með niðurstöður úr einni undankeppni þá fer fólk að flykkjast með því af því að allir vilja vera með sigurvegaranum í liði, eða hlustar á lagið öðruvísi,“ segir Inga. „Þetta er mjög óheppilegt en þetta eru náttúrulega gríðarlega sláandi niðurstöður. Þetta eru svo rosalega miklir yfirburðir, þessi kosning sem Ísrael hlýtur. Hvort þetta sé óvart verða aðrir að skera úr um.“ EBU hefur statt og stöðugt haldið því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Inga blæs á þessar fullyrðingar. „Ég trúi því ekki að listaverk geti nokkurn tíman verið ópólitískt. Þetta er keppni milli landa, auðvitað er hún pólitísk. Það er allt pólitískt í eðli sínu. Það er pólitískt að leyfa Ísrael að vera með. Það er pólitískt að banna suma fána en ekki aðra. Ég blæs á svona yfirlýsingar. Mér finnst þær naïve-ar og ekki í sambandi við raunveruleikann.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Eurovision Tengdar fréttir Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14
Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30