Spáir Ísrael sigri í Eurovision Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 21:01 Inga Auðbjörg segir ekkert ópólitískt við Eurovision. Vísir/Bjarni Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. Ísrael rauk upp í veðbönkum í gærkvöldi eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. „Það er búinn að vera mikill áróður fyrir þessu atriði þannig að í rauninn hefur komið mér á óvart hvað þau hafa verið að mælast lágt í veðbönkum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision-aðdáandi. Heldurðu að Ísrael muni vinna? „Ég held að það séu ansi miklar líkur á því að ég muni ekki horfa á keppnina á næsta ári af því að hún verður haldin í Ísrael.“ Klipptu baulið út úr útsendingu Inga er ein margra sem sniðgengur keppnina í ár en hún segir óhjákvæmilegt að fylgjast með henni vegna mikillar umræðu. Á miðvikudag var baulað hressilega á Golan þegar hún var á æfingu í Eurovisionhöllinni og fjölmenn mótmæli fóru fram í Malmö í allan gærdag. Í kjölfar baulsins á miðvikudag sendi ísraelska ríkisútvarpið harðort bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um að það skyldi tryggja að þetta kæmi ekki fyrir í keppninni sjálfri. Þrátt fyrir það var baulað á Golan, sérstaklega þegar flutningi hennar var lokið í höllinni í gærkvöldi. Þetta urðu sjónvarpsáhorfendur ekki varir við. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Inga segir almennt ekki hafa farið vel um tjáningarfrelsið í keppninni. „Það er búið að banna palestínska fánann, við munum vel hvernig það fór þegar Hatari sýndi palestínska fánann og nú búið að gefa það út að fólk verði nánast tæklað niður ef það mætir með palestínska fánann. Það er greinilegt að það á að stýra því algerlega hvaða tjáning er í lagi og hvaða tjáning er ekki í lagi. Mér finnst það mjög vafasöm vegferð.“ Niðurstöður símakosningar Ítala skekki niðurstöðurnar Ítalir birtu í gær niðurstöður símakosningarinnar þar í landi í sjónvarpsútsendingu sinni. Fjörutíu prósent ítalskra kjósenda greiddu Ísrael atkvæði sitt en ekkert annað land hlaut einu sinni tíu prósent atkvæðanna. „Þetta skekkir alla keppnina, þegar þú ert kominn með niðurstöður úr einni undankeppni þá fer fólk að flykkjast með því af því að allir vilja vera með sigurvegaranum í liði, eða hlustar á lagið öðruvísi,“ segir Inga. „Þetta er mjög óheppilegt en þetta eru náttúrulega gríðarlega sláandi niðurstöður. Þetta eru svo rosalega miklir yfirburðir, þessi kosning sem Ísrael hlýtur. Hvort þetta sé óvart verða aðrir að skera úr um.“ EBU hefur statt og stöðugt haldið því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Inga blæs á þessar fullyrðingar. „Ég trúi því ekki að listaverk geti nokkurn tíman verið ópólitískt. Þetta er keppni milli landa, auðvitað er hún pólitísk. Það er allt pólitískt í eðli sínu. Það er pólitískt að leyfa Ísrael að vera með. Það er pólitískt að banna suma fána en ekki aðra. Ég blæs á svona yfirlýsingar. Mér finnst þær naïve-ar og ekki í sambandi við raunveruleikann.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Eurovision Tengdar fréttir Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Ísrael rauk upp í veðbönkum í gærkvöldi eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. „Það er búinn að vera mikill áróður fyrir þessu atriði þannig að í rauninn hefur komið mér á óvart hvað þau hafa verið að mælast lágt í veðbönkum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision-aðdáandi. Heldurðu að Ísrael muni vinna? „Ég held að það séu ansi miklar líkur á því að ég muni ekki horfa á keppnina á næsta ári af því að hún verður haldin í Ísrael.“ Klipptu baulið út úr útsendingu Inga er ein margra sem sniðgengur keppnina í ár en hún segir óhjákvæmilegt að fylgjast með henni vegna mikillar umræðu. Á miðvikudag var baulað hressilega á Golan þegar hún var á æfingu í Eurovisionhöllinni og fjölmenn mótmæli fóru fram í Malmö í allan gærdag. Í kjölfar baulsins á miðvikudag sendi ísraelska ríkisútvarpið harðort bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um að það skyldi tryggja að þetta kæmi ekki fyrir í keppninni sjálfri. Þrátt fyrir það var baulað á Golan, sérstaklega þegar flutningi hennar var lokið í höllinni í gærkvöldi. Þetta urðu sjónvarpsáhorfendur ekki varir við. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Inga segir almennt ekki hafa farið vel um tjáningarfrelsið í keppninni. „Það er búið að banna palestínska fánann, við munum vel hvernig það fór þegar Hatari sýndi palestínska fánann og nú búið að gefa það út að fólk verði nánast tæklað niður ef það mætir með palestínska fánann. Það er greinilegt að það á að stýra því algerlega hvaða tjáning er í lagi og hvaða tjáning er ekki í lagi. Mér finnst það mjög vafasöm vegferð.“ Niðurstöður símakosningar Ítala skekki niðurstöðurnar Ítalir birtu í gær niðurstöður símakosningarinnar þar í landi í sjónvarpsútsendingu sinni. Fjörutíu prósent ítalskra kjósenda greiddu Ísrael atkvæði sitt en ekkert annað land hlaut einu sinni tíu prósent atkvæðanna. „Þetta skekkir alla keppnina, þegar þú ert kominn með niðurstöður úr einni undankeppni þá fer fólk að flykkjast með því af því að allir vilja vera með sigurvegaranum í liði, eða hlustar á lagið öðruvísi,“ segir Inga. „Þetta er mjög óheppilegt en þetta eru náttúrulega gríðarlega sláandi niðurstöður. Þetta eru svo rosalega miklir yfirburðir, þessi kosning sem Ísrael hlýtur. Hvort þetta sé óvart verða aðrir að skera úr um.“ EBU hefur statt og stöðugt haldið því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Inga blæs á þessar fullyrðingar. „Ég trúi því ekki að listaverk geti nokkurn tíman verið ópólitískt. Þetta er keppni milli landa, auðvitað er hún pólitísk. Það er allt pólitískt í eðli sínu. Það er pólitískt að leyfa Ísrael að vera með. Það er pólitískt að banna suma fána en ekki aðra. Ég blæs á svona yfirlýsingar. Mér finnst þær naïve-ar og ekki í sambandi við raunveruleikann.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Eurovision Tengdar fréttir Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14
Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30