Eysteinn ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. maí 2024 11:27 Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið í Kópavoginum í áratug en færir sig nú til Knattspyrnusambandsins. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, mun taka við sömu stöðu hjá Knattspyrnusambandi Íslands í september næstkomandi. Jörundur Áki Sveinsson verður í stöðunni í millitíðinni. Eysteinn hefur starfað hjá Breiðabliki í rúm tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar en hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri aðalstjórnar félagsins. Hann var áður íþróttastjóri hjá Þrótti í Reykjavík og Hvöt á Blönduósi. Klara Bjartmarz sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri í lok febrúar síðastliðnum. Hún hafði verið framkvæmdastjóri sambandsins í tæpan áratug, frá 2015. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs sambandsins, hefur starfað sem framkvæmdastjóri þess frá uppsögn Klöru og mun gera það áfram út sumarið. Eysteinn tekur við starfinu 1. september. „Það er mikill fengur fyrir KSÍ að fá Eystein til starfa. Hann er farsæll og reynslumikill framkvæmdastjóri sem þekkir rekstrarumhverfi knattspyrnunnar í þaula og reynsla hans sem fyrrverandi leikmaður, þjálfari og íþróttastjóri mun nýtast vel í þessu krefjandi starfi,” er haft eftir Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, í tilkynningu sambandsins um ráðninguna. „Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir hæfir einstaklingar sóttu um starf framkvæmdastjóra og ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir áhugann um leið og ég býð Eystein formlega velkominn í hóp starfsfólks KSÍ,” er haft eftir Þorvaldi enn fremur. „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með því að hafa orðið fyrir valinu og hlakka ég til að takast á við komandi verkefni innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég mun kveðja Breiðablik með söknuði og miklu þakklæti til alls þess frábæra fólks sem kemur að félaginu með einum eða öðrum hætti,” segir Eysteinn Pétur. KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Eysteinn hefur starfað hjá Breiðabliki í rúm tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar en hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri aðalstjórnar félagsins. Hann var áður íþróttastjóri hjá Þrótti í Reykjavík og Hvöt á Blönduósi. Klara Bjartmarz sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri í lok febrúar síðastliðnum. Hún hafði verið framkvæmdastjóri sambandsins í tæpan áratug, frá 2015. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs sambandsins, hefur starfað sem framkvæmdastjóri þess frá uppsögn Klöru og mun gera það áfram út sumarið. Eysteinn tekur við starfinu 1. september. „Það er mikill fengur fyrir KSÍ að fá Eystein til starfa. Hann er farsæll og reynslumikill framkvæmdastjóri sem þekkir rekstrarumhverfi knattspyrnunnar í þaula og reynsla hans sem fyrrverandi leikmaður, þjálfari og íþróttastjóri mun nýtast vel í þessu krefjandi starfi,” er haft eftir Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, í tilkynningu sambandsins um ráðninguna. „Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir hæfir einstaklingar sóttu um starf framkvæmdastjóra og ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir áhugann um leið og ég býð Eystein formlega velkominn í hóp starfsfólks KSÍ,” er haft eftir Þorvaldi enn fremur. „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með því að hafa orðið fyrir valinu og hlakka ég til að takast á við komandi verkefni innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég mun kveðja Breiðablik með söknuði og miklu þakklæti til alls þess frábæra fólks sem kemur að félaginu með einum eða öðrum hætti,” segir Eysteinn Pétur.
KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira