Meintur fjárdráttur mikið áfall fyrir starfsfólk skólans Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2024 13:00 Björn S. Lárusson sveitarstjóri segir að konunni hafi verið sagt upp störfum um leið og málið kom upp. Samsett Kona á sextugsaldri hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt í störfum sínum sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér tæplega níu milljónir króna af fjármunum bæði grunnskóla og félagsmiðstöðvar í Langanesbyggð á tímabilinu 2016 til 2020. Sveitarstjóri í Langanesbyggð, Björn S. Lárusson, segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið. Konan sagði upp störfum árið 2019 en málið komst upp þegar nýr skólastjóri tók við störfum. Fyrst var greint á RÚV. Fram kemur í frétt RÚV um málið að upphæðirnar sem voru millifærðar hafi verið á bilinu 9.500 krónur upp í 1,4 milljón króna. Alls var um að ræða 64 millifærslur af reikningum skólans og tíu millifærslur af reikningi félagsmiðstöðvarinnar að verðmæti um 600 þúsund. Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. „Þetta mál kemur upp fyrir mína tíð sem skrifstofu- og sveitarstjóri. En auðvitað höfum við fylgst með málinu hjá héraðssakóknara. Okkur finnst þetta hafa tekið dálítið langan tíma enda málið örugglega umfangsmikið. En þetta hefur legið þungt á sveitarfélaginu, sérstaklega starfsliði skólans. En nú er þetta komið fram og komin fram ákæra. Svo sjáum við hvernig henni reiðir af,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. „Þetta er eiginlega í tvennu lagi. Það er annars konar skólinn og hins vegar félagsmiðstöðin sem börnin voru í. Þó það sé mikið minni upphæð þá skiptir hún máli.“ Konan sótti peninginn af reikningum sem hún hafði prókúru fyrir og millifærði yfir á bankareikning í sinni eigu. Björn segir búið að breyta verklagi til að tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir. „Því var breytt strax og málið kom upp, af forverum mínum. Nú er komið á kerfi sem kemur í veg fyrir þetta.“ Skólinn alltaf fjármagnaður Björn segir málið í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur skólans. „Hann er auðvitað bara fjármagnaður alltaf af fjárhagsáætlun en auðvitað er þetta áfall fyrir okkur. Áfall fyrir fólkið þó það séu ekki endilega peningarnir sem hafa skipt máli fyrir sveitarfélagið í sjálfu sér. Þó það sé alltaf þungt að fá svona meintan fjárdrátt á sig.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Langanesbyggð Lögreglumál Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sveitarstjóri í Langanesbyggð, Björn S. Lárusson, segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið. Konan sagði upp störfum árið 2019 en málið komst upp þegar nýr skólastjóri tók við störfum. Fyrst var greint á RÚV. Fram kemur í frétt RÚV um málið að upphæðirnar sem voru millifærðar hafi verið á bilinu 9.500 krónur upp í 1,4 milljón króna. Alls var um að ræða 64 millifærslur af reikningum skólans og tíu millifærslur af reikningi félagsmiðstöðvarinnar að verðmæti um 600 þúsund. Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. „Þetta mál kemur upp fyrir mína tíð sem skrifstofu- og sveitarstjóri. En auðvitað höfum við fylgst með málinu hjá héraðssakóknara. Okkur finnst þetta hafa tekið dálítið langan tíma enda málið örugglega umfangsmikið. En þetta hefur legið þungt á sveitarfélaginu, sérstaklega starfsliði skólans. En nú er þetta komið fram og komin fram ákæra. Svo sjáum við hvernig henni reiðir af,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. „Þetta er eiginlega í tvennu lagi. Það er annars konar skólinn og hins vegar félagsmiðstöðin sem börnin voru í. Þó það sé mikið minni upphæð þá skiptir hún máli.“ Konan sótti peninginn af reikningum sem hún hafði prókúru fyrir og millifærði yfir á bankareikning í sinni eigu. Björn segir búið að breyta verklagi til að tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir. „Því var breytt strax og málið kom upp, af forverum mínum. Nú er komið á kerfi sem kemur í veg fyrir þetta.“ Skólinn alltaf fjármagnaður Björn segir málið í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur skólans. „Hann er auðvitað bara fjármagnaður alltaf af fjárhagsáætlun en auðvitað er þetta áfall fyrir okkur. Áfall fyrir fólkið þó það séu ekki endilega peningarnir sem hafa skipt máli fyrir sveitarfélagið í sjálfu sér. Þó það sé alltaf þungt að fá svona meintan fjárdrátt á sig.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Langanesbyggð Lögreglumál Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira