Handbolti

Undan­úr­slit í Meistara­deildinni klár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir var magnaður þegar Magdeburg fór alla leið í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.
Gísli Þorgeir var magnaður þegar Magdeburg fór alla leið í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Lars Baron//Getty Images

Búið er að draga í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Íslendingaliðið Magdeburg er ríkjandi Evrópumeistari og mætir Álaborg, fyrrverandi liði Arons Pálmarssonar.

Dregið var í Búdapest fyrr í dag en úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu kvenna megin fer þar fram 1. og 2. júní. Í undanúrslitum mætast fimmföldu meistararnir Györi og Esbjerg frá Danmörku og Metz frá Frakklandi mætir SG Bietigheim frá Þýskalandi.

Final4 karla megin fer fram í Köln helgina 8. og 9. júní. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason og félagar mæta Álaborg á meðan Kiel mætir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×