Umferðarreglur og öryggi fyrir Hjólað í vinnuna Ágúst Mogensen skrifar 8. maí 2024 07:00 Hjólað í vinnuna hefst 8.maí og margir sem ætla að nota annan ferðamáta en bílinn til að komast í vinnuna. Átakið er hvatning til að notast við virka og umhverfisvæna ferðamáta en með því er t.d. átt við að hjóla, labba, hlaupa eða taka strætó til vinnu. Samhliða átakinu og hækkandi sól má búast við aukinni umferð á göngustígakerfinu og mikilvægt að sú umferð gangi vel og óhappalaust. Umferðarreglur á hjólastígum Það er hægri umferð á Íslandi og sú regla gildir á stígunum líka. Höldum okkur hægra megin og tökum fram úr vinstra megin. Sem betur fer hefur stígum fjölgað þar sem gert er ráð fyrir gangandi umferð öðru megin en reiðhjólum og smáfarartækjum hinum megin. En það er ekki algilt og þar sem umferðin er blönduð verður hjólreiðafólk að fara hægar og hringja bjöllu er það nálgast gangandi umferð. Þrátt fyrir miklar umbætur undanfarin ár verður svo að segjast að sumir stígar eru mjóir og illa merktir. Engin uppskrift er til um hvernig er best að fara þá nema rólega. Hvaða hámarkshraði gildir á stígunum? Þar sem er blönduð umferð eiga hjólin að fara framúr á gönguhraða fótgangandi. Samkvæmt lögum mega smáfarartæki og rafmagnshjól ekki fara hraðar 25 km/klst og það er ágætis viðmið fyrir aðra umferð hjóla líka. Gleymum samt aldrei meginstefi umferðarlaganna um alla umferð: Hraða skal jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hvað er hjálmurinn þinn gamall? Almennt mæla framleiðendur reiðhjólahjálma með því að þeim sé skipt út á 5 ára fresti. Ef komin er sýnileg skemmd á hjálminn þinn er samt betra að kaupa nýjan þó 5 ár séu ekki liðin. Plastið sem hjálmurinn er framleiddur úr er útsettur fyrir sólarljósi og varnarefnið inn í hjálminum rýrnar með árunum. Hjálmaskylda er fyrir alla 16 ára og yngri á reiðhjólum og smáfarartækjum. Við mælum með að allir noti hjálm til þess að draga úr líkindum á alvarlegum höfuðmeiðslum ef fólk dettur. Notum góða lása Hjólreiðaþjófnaður er hvimleitt vandamál en öruggasta forvörnin þar eru öflugir lásar. Það þarf að læsa hjólum með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer hjólsins. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Verum vakandi í umferðinni á göngu- og hjólastígum Hvort sem þú ert gangandi, hlaupandi eða hjólandi þá verður þú að vera vakandi fyrir umhverfinu og umferðinni. Svo vitnað sé til almannaróms þá kvarta sumir yfir því að aðrir séu utan við sig eða tillitslausir á stígunum. Tónlistin má sem dæmi ekki vera svo hávær í eyrunum að þú heyrir ekki í bjöllunni þegar hjólari nálgast þig. Göngu- og hjólahópar eiga ekki að mynda breiðfylkingar sem taka allt plássið á stígnum og það getur verið hættulegt gefa hundinum of lausan tauminn þar sem aðrir þeysast um. Það verður því að vera góður og jafn taktur i í umferðinni hjá öllum á göngustígunum og merkjagjöf í lagi. Er hjólið í góðum gír? Ástand hjólsins skiptir miklu máli um upplifun þína á hjólaferðinni. Gættu sérstaklega að hafa nægan lofþrýsting í dekkjum og vel smurða keðju. Það stendur á dekkinu hver ráðlagður þrýstingur er, bæði í börum og pundum per fertommu (psi) og flestar hjólapumpur sýna bæði. Stilltu hæðina á sætinu þannig að þú réttir nánast alveg úr fætinum þegar pedalinn er í lægstu stöðu. Ekki streða að óþörfu með of lágt stilltan hnakk þannig að hnén á þér nemi við eyrun. Reyndu á læri og kálfa þegar þú hjólar en minna á bak og mjaðmir. Ef þú ert í vafa um eitthvað tengt hjólinu þá er alltaf hægt að fara í hjólabúð og fá ráðgjöf. Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna og dregur úr líkum á sjúkdómum. Með því að hjóla í vinnuna velur þú líka umhverfisvænni fararmáta og þarft ekki að hugsa um hvort þú fáir stæði fyrir bílinn. Á álagstímum í umferð munar ekki miklu í tíma hvort þú ferð á bíl eða hjólar og suma daga verður þú sennilega fljótari á hjólinu. Gleðilegt sumar og góða ferð. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Hjólað í vinnuna hefst 8.maí og margir sem ætla að nota annan ferðamáta en bílinn til að komast í vinnuna. Átakið er hvatning til að notast við virka og umhverfisvæna ferðamáta en með því er t.d. átt við að hjóla, labba, hlaupa eða taka strætó til vinnu. Samhliða átakinu og hækkandi sól má búast við aukinni umferð á göngustígakerfinu og mikilvægt að sú umferð gangi vel og óhappalaust. Umferðarreglur á hjólastígum Það er hægri umferð á Íslandi og sú regla gildir á stígunum líka. Höldum okkur hægra megin og tökum fram úr vinstra megin. Sem betur fer hefur stígum fjölgað þar sem gert er ráð fyrir gangandi umferð öðru megin en reiðhjólum og smáfarartækjum hinum megin. En það er ekki algilt og þar sem umferðin er blönduð verður hjólreiðafólk að fara hægar og hringja bjöllu er það nálgast gangandi umferð. Þrátt fyrir miklar umbætur undanfarin ár verður svo að segjast að sumir stígar eru mjóir og illa merktir. Engin uppskrift er til um hvernig er best að fara þá nema rólega. Hvaða hámarkshraði gildir á stígunum? Þar sem er blönduð umferð eiga hjólin að fara framúr á gönguhraða fótgangandi. Samkvæmt lögum mega smáfarartæki og rafmagnshjól ekki fara hraðar 25 km/klst og það er ágætis viðmið fyrir aðra umferð hjóla líka. Gleymum samt aldrei meginstefi umferðarlaganna um alla umferð: Hraða skal jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hvað er hjálmurinn þinn gamall? Almennt mæla framleiðendur reiðhjólahjálma með því að þeim sé skipt út á 5 ára fresti. Ef komin er sýnileg skemmd á hjálminn þinn er samt betra að kaupa nýjan þó 5 ár séu ekki liðin. Plastið sem hjálmurinn er framleiddur úr er útsettur fyrir sólarljósi og varnarefnið inn í hjálminum rýrnar með árunum. Hjálmaskylda er fyrir alla 16 ára og yngri á reiðhjólum og smáfarartækjum. Við mælum með að allir noti hjálm til þess að draga úr líkindum á alvarlegum höfuðmeiðslum ef fólk dettur. Notum góða lása Hjólreiðaþjófnaður er hvimleitt vandamál en öruggasta forvörnin þar eru öflugir lásar. Það þarf að læsa hjólum með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer hjólsins. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Verum vakandi í umferðinni á göngu- og hjólastígum Hvort sem þú ert gangandi, hlaupandi eða hjólandi þá verður þú að vera vakandi fyrir umhverfinu og umferðinni. Svo vitnað sé til almannaróms þá kvarta sumir yfir því að aðrir séu utan við sig eða tillitslausir á stígunum. Tónlistin má sem dæmi ekki vera svo hávær í eyrunum að þú heyrir ekki í bjöllunni þegar hjólari nálgast þig. Göngu- og hjólahópar eiga ekki að mynda breiðfylkingar sem taka allt plássið á stígnum og það getur verið hættulegt gefa hundinum of lausan tauminn þar sem aðrir þeysast um. Það verður því að vera góður og jafn taktur i í umferðinni hjá öllum á göngustígunum og merkjagjöf í lagi. Er hjólið í góðum gír? Ástand hjólsins skiptir miklu máli um upplifun þína á hjólaferðinni. Gættu sérstaklega að hafa nægan lofþrýsting í dekkjum og vel smurða keðju. Það stendur á dekkinu hver ráðlagður þrýstingur er, bæði í börum og pundum per fertommu (psi) og flestar hjólapumpur sýna bæði. Stilltu hæðina á sætinu þannig að þú réttir nánast alveg úr fætinum þegar pedalinn er í lægstu stöðu. Ekki streða að óþörfu með of lágt stilltan hnakk þannig að hnén á þér nemi við eyrun. Reyndu á læri og kálfa þegar þú hjólar en minna á bak og mjaðmir. Ef þú ert í vafa um eitthvað tengt hjólinu þá er alltaf hægt að fara í hjólabúð og fá ráðgjöf. Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna og dregur úr líkum á sjúkdómum. Með því að hjóla í vinnuna velur þú líka umhverfisvænni fararmáta og þarft ekki að hugsa um hvort þú fáir stæði fyrir bílinn. Á álagstímum í umferð munar ekki miklu í tíma hvort þú ferð á bíl eða hjólar og suma daga verður þú sennilega fljótari á hjólinu. Gleðilegt sumar og góða ferð. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun