Ný nálgun í afreksíþróttum – Nýsköpun Erlingur Jóhannsson skrifar 7. maí 2024 14:30 Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun