Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að tilkynnt hafi verið um slagsmálin laust fyrir klukkan 04 í nótt.
Þá segir frá ökumanni sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í umdæmi lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Hann hafi yfirgefið vettvang óhappsins og gengið að nærliggjandi skemmtistað, þar sem hann angraði dyraverði.
Hann hafi verið handtekinn þar fyrir utan og sé grunaður um akstur undir áhrifum áfengi.