Lífið

Tróð upp í Nor­ræna partýinu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hera klæddist silfurlituðum samfesting og hvítum jakka yfir þegar hún flutti lagið. 
Hera klæddist silfurlituðum samfesting og hvítum jakka yfir þegar hún flutti lagið.  EPA

Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 

Norræna partýið er árlegur liður í Eurovision-ferð norrænu landanna. Partýið var haldið á Clarion-hótelinu, en þar gistir meðal annars íslenski hópurinn. Um það bil þrjú hundruð manns mættu í partýið, en einungis þeir sem skráðir voru á boðslista komast inn í það. 

Hera og Saba, keppandi Danmerkur, ásamt aðdáanda. Vísir

Fulltrúi fréttastofunnar var viðstaddur fögnuðinn í dag þegar Hera Björk flutti lagið í Norræna partýinu. Myndskeið af flutningi hennar á Scared of Heights fylgir hér að neðan. 

Keppendur Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands og Eistlands fluttu að auki sín lög. Af þeim er Noregi spáð efst, eða í ellefta sæti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×