Börn lögð inn með kíghósta Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:03 Valtýr Thors, barnalæknir. Vísir/Arnar Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur. Í yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar síðustu tvær vikurnar í apríl kemur fram Að minnsta kosti sautján einstaklingar á aldrinum 2 til 39 ára hafa greinst með kíghósta, í fyrsta sinn síðan 2019. Kíghósti getur einkum valdið mjög alvarlegum veikindum í yngstu börnunum en eldri börn geta einnig orðið talsvert veik. „Það hafa verið tilfelli hjá börnum, reyndar ekki minnstu börnin, en það hafa verið börn sem hafa lagst inn og greinst með kíghósta,“ segir Valtýr Thors barnalæknir, inntur eftir því hvort eitthvað hafi verið um innlagnir barna með kíghósta síðustu vikur. Hafa þau verið alvarlega veik? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Alvarlegustu veikindin hjá yngstu börnunum eru veikindi sem lýsa sér þannig að yngstu börnin þurfa verulegan öndunarstuðning og geta farið í öndunarstopp og þurfa þá oft að liggja inni á spítalanum í marga daga eða jafnvel vikur. Slíkt hefur ekki komið upp hjá okkur enn þá en við erum við öllu búinn og það kæmi ekki á óvart ef slíkt myndi gerast.“ Valtýr segir það alltaf áhyggjuefni þegar sýkingar sem þessar koma upp; kíghósti breiðist gjarnan út í bylgjum, á þriggja til fimm ára fresti. Ein ástæðan að baki því geti verið óbólusettir hópar, eða hópar sem ekki hafi nægilega vernd, úti í samfélaginu. Mikilvægt sé að fólk hugi að bólusetningum; einkum yngsu barnanna, svo og barnshafandi konur. „Það er gríðarlega mikilvægt. Við höfum verið með þær ráðleggingar í nokkur ár að allar konur sem verða barnshafandi fái viðbótarbólusetningu gegn kíghósta því þá er annars vegar móðirin vel varin, bæði á meðgöngunni og eftir meðgönguna, og veitir síðan barninu vernd gegnum sín eigin mótefni fyrstu þrjá mánuðina og jafnvel sex mánuðina,“ segir Valtýr. Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35 Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14 „Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar síðustu tvær vikurnar í apríl kemur fram Að minnsta kosti sautján einstaklingar á aldrinum 2 til 39 ára hafa greinst með kíghósta, í fyrsta sinn síðan 2019. Kíghósti getur einkum valdið mjög alvarlegum veikindum í yngstu börnunum en eldri börn geta einnig orðið talsvert veik. „Það hafa verið tilfelli hjá börnum, reyndar ekki minnstu börnin, en það hafa verið börn sem hafa lagst inn og greinst með kíghósta,“ segir Valtýr Thors barnalæknir, inntur eftir því hvort eitthvað hafi verið um innlagnir barna með kíghósta síðustu vikur. Hafa þau verið alvarlega veik? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Alvarlegustu veikindin hjá yngstu börnunum eru veikindi sem lýsa sér þannig að yngstu börnin þurfa verulegan öndunarstuðning og geta farið í öndunarstopp og þurfa þá oft að liggja inni á spítalanum í marga daga eða jafnvel vikur. Slíkt hefur ekki komið upp hjá okkur enn þá en við erum við öllu búinn og það kæmi ekki á óvart ef slíkt myndi gerast.“ Valtýr segir það alltaf áhyggjuefni þegar sýkingar sem þessar koma upp; kíghósti breiðist gjarnan út í bylgjum, á þriggja til fimm ára fresti. Ein ástæðan að baki því geti verið óbólusettir hópar, eða hópar sem ekki hafi nægilega vernd, úti í samfélaginu. Mikilvægt sé að fólk hugi að bólusetningum; einkum yngsu barnanna, svo og barnshafandi konur. „Það er gríðarlega mikilvægt. Við höfum verið með þær ráðleggingar í nokkur ár að allar konur sem verða barnshafandi fái viðbótarbólusetningu gegn kíghósta því þá er annars vegar móðirin vel varin, bæði á meðgöngunni og eftir meðgönguna, og veitir síðan barninu vernd gegnum sín eigin mótefni fyrstu þrjá mánuðina og jafnvel sex mánuðina,“ segir Valtýr.
Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35 Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14 „Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35
Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14
„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45