Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 10:30 Hjónin vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þau sæta ofsóknum, hafa lagt allt sitt í búðina og telja lögregluna draga lappirnar við rannsókn málsins. vísir/vilhelm Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira