Fréttir

Rússar og Banda­ríkja­menn í ná­vígi á her­stöð í Níger

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar hafa kallað eftir því að stjórnin hafni afskiptum erlendra ríkja.
Stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar hafa kallað eftir því að stjórnin hafni afskiptum erlendra ríkja. AP/Sam Mednick

Rússneskir hermenn fóru inn á herflugvöll í Níger á dögunum þar sem hermenn Bandaríkjanna hafast við, eftir að herforingjastjórn landsins sagði Bandaríkjamönnunum að hafa sig á brott.

Um það bil þúsund bandarískir hermenn eru í Níger, sem var bandamaður Bandaríkjanna í baráttunni við bardagahópa sem hafa drepið þúsundir, þar til að herstjórnin tók við í kjölfar valdaráns í fyrra.

Reuters hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að rússnesku hermennirnir hafi ekki átt í samskiptum við bandarísku hermenninna og dvelji í öðru flugskýli en þeir á herstöðinni, sem liggur að Diori Hamani-alþjóðaflugvellinum í Niamey, höfuðborg Níger.

Embættismaðurinn segir ástandið stöðugt en koma Rússanna hefur vakið upp spurningar um hvað verður um hernaðarlega innviði sem Bandaríkjamenn hafa byggt upp í landinu eftir að þeir hverfa frá.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamönnum en sparkað út úr Afríkuríki í kjölfar valdaráns á þessu ári en bandarískir hermenn yfirgáfu til að mynda Tjad á dögunum. Þá hafa franskir hermenn verið neyddir til að yfirgefa Malí og Búrkína Fasó.

Á sama tíma hafa Rússar leitast við að styrkja tengsl sín við Afríkuríkin.

Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×