Hefja sölu á íbúðum á Orkureitnum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 10:40 Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Mikill áhugi er á Orkureitnum en 25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu. Sala hófst í dag á fyrsta áfanga af fjórum á Orkureitnum svokallaða. Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Stærð íbúða er á bilinu 38 - 166 fermetrar. 25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAFÍR bygginga sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. „Við höfum undanfarnar vikur fundið fyrir miklum áhuga á þessu nýja íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum. Það er gott að finna fyrir meðbyr með verkefninu. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta viðleitni okkar til að byggja vandaðar íbúðir á fallegum reit miðsvæðis þar sem stutt er að sækja annars vegar í verslun og þjónustu og hins vegar í Laugardalinn, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa," er haft eftir Hilmari í fréttatilkynningu. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Innanhússhönnuðurinn Rut Káradóttir stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum „Rut Kára er ein af okkar fremstu innanhússhönnuðum og samstarfið við hana hefur verið afar gott. Hún hefur hannað 3 meginþema í innréttingum fyrir íbúðirnar sem hvert og eitt ber einstöku hönnunarauga hennar fagurt vitni. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs", segir Hilmar. Verslunar- og þjónusturými fyrir íbúa auk veitinga- og kaffihúsa Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Áfangi A er sá sem fór í sölu í dag. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4000 fermetra atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Orkureiturinn er með hina alþjóðlegu BREEAM-umhverfisvottun og þá er markmiðið að allar íbúðir verði Svansvottaðar. Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAFÍR bygginga sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. „Við höfum undanfarnar vikur fundið fyrir miklum áhuga á þessu nýja íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum. Það er gott að finna fyrir meðbyr með verkefninu. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta viðleitni okkar til að byggja vandaðar íbúðir á fallegum reit miðsvæðis þar sem stutt er að sækja annars vegar í verslun og þjónustu og hins vegar í Laugardalinn, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa," er haft eftir Hilmari í fréttatilkynningu. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Innanhússhönnuðurinn Rut Káradóttir stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum „Rut Kára er ein af okkar fremstu innanhússhönnuðum og samstarfið við hana hefur verið afar gott. Hún hefur hannað 3 meginþema í innréttingum fyrir íbúðirnar sem hvert og eitt ber einstöku hönnunarauga hennar fagurt vitni. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs", segir Hilmar. Verslunar- og þjónusturými fyrir íbúa auk veitinga- og kaffihúsa Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Áfangi A er sá sem fór í sölu í dag. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4000 fermetra atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Orkureiturinn er með hina alþjóðlegu BREEAM-umhverfisvottun og þá er markmiðið að allar íbúðir verði Svansvottaðar.
Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira