Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 09:42 Tuttugu til þrjátíu milljónum króna af spilakassapeningum af Videomarkaðnum í Hamraborg var stolið úr ómönnuðum sendibíl Öryggismiðstöðvarinnar þann 25. mars. Vísir/Arnar Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að Héraðsdómur Reykjaness hafi úrskurðað manninn, sem sé um fertugt, í gæsluvarðhald til 7. maí í gær. Í tilkynningu er þjóðerni mannsins ekki tilgreint en heimildir Vísis herma að hann sé íslenskur. Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi á lögreglustöðinni í Kópavogi, sem fer með rannsókn málsins, sagði lögregluna þurfa að halda spilunum þétt að sér, þegar Vísir náði tali af honum. „Maðurinn var handtekinn í fyrradag í þágu rannsóknar lögreglu á innbroti og þjófnaði á fjármunum úr verðmætaflutningabifreið í Hamraborg í Kópavogi fyrir rúmum fimm vikum. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Peningarnir settir aftur í spilakassa Samkvæmt heimildum Vísis rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands á dögunum. Maðurinn hafi verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. „Lögregla gefur á þessari stundu engar yfirlýsingar. Við getum ekki tjáð okkur um þetta mál eins og staðan er núna,“ sagði Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður þegar Vísir náði tali af honum í fyrradag og bar undir hann hvort litaðir peningar væru komnir í umferð. Fréttin hefur verið uppfærð. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að Héraðsdómur Reykjaness hafi úrskurðað manninn, sem sé um fertugt, í gæsluvarðhald til 7. maí í gær. Í tilkynningu er þjóðerni mannsins ekki tilgreint en heimildir Vísis herma að hann sé íslenskur. Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi á lögreglustöðinni í Kópavogi, sem fer með rannsókn málsins, sagði lögregluna þurfa að halda spilunum þétt að sér, þegar Vísir náði tali af honum. „Maðurinn var handtekinn í fyrradag í þágu rannsóknar lögreglu á innbroti og þjófnaði á fjármunum úr verðmætaflutningabifreið í Hamraborg í Kópavogi fyrir rúmum fimm vikum. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Peningarnir settir aftur í spilakassa Samkvæmt heimildum Vísis rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands á dögunum. Maðurinn hafi verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. „Lögregla gefur á þessari stundu engar yfirlýsingar. Við getum ekki tjáð okkur um þetta mál eins og staðan er núna,“ sagði Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður þegar Vísir náði tali af honum í fyrradag og bar undir hann hvort litaðir peningar væru komnir í umferð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59
Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45