Ómar Ingi skaut Evrópumeisturunum áfram eftir vítakeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 21:11 Ómar Ingi spilaði hvað stærstan þátt í sigri kvöldsins. EPA-EFE/Piotr Polak Evrópumeistarar Magdeburgar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Kielce frá Póllandi í hádramatískum leik. Ómar Ingi Magnússon tók síðasta vítakastið og tryggði Magdeburg sæti í undanúrslitum. Kielce vann fyrri leik liðanna og því var ljóst að Evrópumeistararnir þurftu að sýna betri frammistöðu á heimavelli. Það gekk ekki framan af fyrri hálfleik en gestirnir þá með yfirhöndina. Ómar Ingi jafnaði metin í 9-9 þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Haukur Þrastarson var meðal þeirra sem sá til þess að gestirnir leiddu með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks, staðan 11-13. It's looking good for 𝐈𝐧𝐝𝐮𝐬𝐭𝐫𝐢𝐚 𝐊𝐢𝐞𝐥𝐜𝐞 after the first half! 👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/TU2GU5yIrI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Ómar Ingi skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og leikurinn jafn. Þannig var hann næstu mínútur. Janus Daði Smárason kom inn af krafti og skoraði tvívegis þegar Magdeburg skoraði þrjú mörk í röð. Breyttu þeir stöðu leiksins þá úr 18-19 í 21-19 og aðeins níu mínútur eftir. Gríðarlega lítið var skorað á síðustu mínútum leiksins en Igor Karačić minnkaði muninn í 23-22 fyrir gestina þegar vel rúmlega mínúta var til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem staðan var jöfn í einvíginu, 49-49. Þar reyndist Ómar Ingi hetja heimamanna þegar hann skoraði úr síðasta vítakastinu og Magdeburg vann leikinn 27-25 að lokinni vítakeppni. 𝐒𝐂 𝐌𝐚𝐠𝐝𝐞𝐛𝐮𝐫𝐠 book their ticket to Cologne in the most 𝒅𝒓𝒂𝒎𝒂𝒕𝒊𝒄 way possible! 😱👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/5RotWWC6w0— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Evrópumeistararnir hafa þannig tryggt sér sæti í undanúrslitum og mæta annað hvort Barcelona eða París Saint-Germain í undanúrslitum. Börsungar leiða með átta mörkum eftir fyrri leik liðanna. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan Janus Daði skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf 3 stoðsendingar á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk í liði Kielce. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Kielce vann fyrri leik liðanna og því var ljóst að Evrópumeistararnir þurftu að sýna betri frammistöðu á heimavelli. Það gekk ekki framan af fyrri hálfleik en gestirnir þá með yfirhöndina. Ómar Ingi jafnaði metin í 9-9 þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Haukur Þrastarson var meðal þeirra sem sá til þess að gestirnir leiddu með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks, staðan 11-13. It's looking good for 𝐈𝐧𝐝𝐮𝐬𝐭𝐫𝐢𝐚 𝐊𝐢𝐞𝐥𝐜𝐞 after the first half! 👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/TU2GU5yIrI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Ómar Ingi skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og leikurinn jafn. Þannig var hann næstu mínútur. Janus Daði Smárason kom inn af krafti og skoraði tvívegis þegar Magdeburg skoraði þrjú mörk í röð. Breyttu þeir stöðu leiksins þá úr 18-19 í 21-19 og aðeins níu mínútur eftir. Gríðarlega lítið var skorað á síðustu mínútum leiksins en Igor Karačić minnkaði muninn í 23-22 fyrir gestina þegar vel rúmlega mínúta var til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem staðan var jöfn í einvíginu, 49-49. Þar reyndist Ómar Ingi hetja heimamanna þegar hann skoraði úr síðasta vítakastinu og Magdeburg vann leikinn 27-25 að lokinni vítakeppni. 𝐒𝐂 𝐌𝐚𝐠𝐝𝐞𝐛𝐮𝐫𝐠 book their ticket to Cologne in the most 𝒅𝒓𝒂𝒎𝒂𝒕𝒊𝒄 way possible! 😱👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/5RotWWC6w0— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Evrópumeistararnir hafa þannig tryggt sér sæti í undanúrslitum og mæta annað hvort Barcelona eða París Saint-Germain í undanúrslitum. Börsungar leiða með átta mörkum eftir fyrri leik liðanna. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan Janus Daði skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf 3 stoðsendingar á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk í liði Kielce.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira