Baldur Þórhallsson er minn forseti! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. maí 2024 07:01 Forseti verður að geta sameinað þjóð sína. Þess vegna styð ég Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands. Forseti verður að þekkja og skilja íslenskt stjórnkerfi. Þess vegna styð ég Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands. Forseti verður að hafa tengsl við alþjóðasamfélagið og hafa skýra sýn á hlutverk sitt í samtali þjóða. Þess vegna styð ég Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands. Forseti þarf að hafa hjartað á réttum stað, innsæi og mennsku til þess að ljá stöðu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu rödd. Þess vegna styð ég Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands. Hvað er það þá við leiðtogann Baldur Þórhallsson sem tryggir þessa mikilvægu eiginleika sem forseti Íslands þarf að bera? Baldur hefur upplifað að tilheyra hluta þjóðar sem ekki hafði viðurkenningu samfélagsins og tekið þátt í því að sameina þjóð gegn fordómum og lítilsvirðingu í garð hinsegin samfélagsins í áratugi og gerir enn. Af innsæi og mennsku hefur Baldur nálgast þá baráttu í samtali og af virðingu við valdhafa hverju sinni, kirkjuna og samferðafólk. Íslenskt samfélag hefur umbreyst hratt í fjölmenningarsamfélag og að breyttu samfélagi þarf að hlúa af alúð og mennsku þar getur Baldur vegna eigin reynslu og þekkingar lagt sitt á vogaskálarnar í embætti forseta. Baldur hefur haft það að ævistarfi að rýna og rannsaka stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, verið pólitískur álitsgjafi og þekkir því íslenskt stjórnkerfi afar vel. Rýnt stöðu Íslands í samfélagi þjóða og vegið og metið styrkleika landsins á alþjóðavettvangi. Baldur hefur skýra sýn á hlutverk forsetans þegar kemur að alþjóðavettvangi og styrkleika íslands í því samtali sem vert er að deila með öðrum ekki síst til þess að styðja við mannréttindabaráttuna um allan heim og mikilvægi þess að stuðla að friði. Það er mikill styrkur að forseti Íslands eigi maka sem hefur rödd, og skýra sýn á hlutverk sitt í því mikilvæga hlutverki sem það er að vera maki forsetans. Baldur og Felix leggja áherslu á öll börn og ungmenni og hyggjast nýta dagskrárvald forsetaembættisins meðal annars til þess að ljá þeim mikilvæga rödd. Þess vegna vil ég sjá Baldur OG Felix á Bessastaði. Höfundur er stuðningskona Baldurs og Felix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Forseti verður að geta sameinað þjóð sína. Þess vegna styð ég Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands. Forseti verður að þekkja og skilja íslenskt stjórnkerfi. Þess vegna styð ég Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands. Forseti verður að hafa tengsl við alþjóðasamfélagið og hafa skýra sýn á hlutverk sitt í samtali þjóða. Þess vegna styð ég Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands. Forseti þarf að hafa hjartað á réttum stað, innsæi og mennsku til þess að ljá stöðu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu rödd. Þess vegna styð ég Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands. Hvað er það þá við leiðtogann Baldur Þórhallsson sem tryggir þessa mikilvægu eiginleika sem forseti Íslands þarf að bera? Baldur hefur upplifað að tilheyra hluta þjóðar sem ekki hafði viðurkenningu samfélagsins og tekið þátt í því að sameina þjóð gegn fordómum og lítilsvirðingu í garð hinsegin samfélagsins í áratugi og gerir enn. Af innsæi og mennsku hefur Baldur nálgast þá baráttu í samtali og af virðingu við valdhafa hverju sinni, kirkjuna og samferðafólk. Íslenskt samfélag hefur umbreyst hratt í fjölmenningarsamfélag og að breyttu samfélagi þarf að hlúa af alúð og mennsku þar getur Baldur vegna eigin reynslu og þekkingar lagt sitt á vogaskálarnar í embætti forseta. Baldur hefur haft það að ævistarfi að rýna og rannsaka stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, verið pólitískur álitsgjafi og þekkir því íslenskt stjórnkerfi afar vel. Rýnt stöðu Íslands í samfélagi þjóða og vegið og metið styrkleika landsins á alþjóðavettvangi. Baldur hefur skýra sýn á hlutverk forsetans þegar kemur að alþjóðavettvangi og styrkleika íslands í því samtali sem vert er að deila með öðrum ekki síst til þess að styðja við mannréttindabaráttuna um allan heim og mikilvægi þess að stuðla að friði. Það er mikill styrkur að forseti Íslands eigi maka sem hefur rödd, og skýra sýn á hlutverk sitt í því mikilvæga hlutverki sem það er að vera maki forsetans. Baldur og Felix leggja áherslu á öll börn og ungmenni og hyggjast nýta dagskrárvald forsetaembættisins meðal annars til þess að ljá þeim mikilvæga rödd. Þess vegna vil ég sjá Baldur OG Felix á Bessastaði. Höfundur er stuðningskona Baldurs og Felix.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar