Kveikur brennur út Þorsteinn Sæmundsson skrifar 30. apríl 2024 08:00 Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisút varpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus. Greinarhöfundur hefur einnig komið upplýsingum hvað þennan hóp varðar í hendur Kveiksfólksins en áhugi á umfjöllun um þennan stóra hóp Íslendinga er enginn. Nú nýlega staðfestist grunur greinarhöfundar þegar umfjöllun eins best menntaða fjölmiðlamanns landsins um gjafagjörning borgaryfirvalda í þágu olíufélagananna og eigenda þeirra var hafnað. Ekki einungis var umfjölluninni hafnað með aumlegri rökleysu heldur var fjölmiðlakonunni úthýst úr Kveik með dæmalausum hroka og kvenfyrirlitningu. Við blasir að tengsl RUV ohf. forystunnar við borgaryfirvöld eru ærin og víðfeðm. Þannig er fráfarandi útvarpsstjóri fyrrum helsti samstarfsmaður fyrrverandi borgarstjóra og núverandi borgarstjóri fyrrum innanbúðarmaður á RUV ohf. Ljóst virðist að hagsmunatengsl og kunningsskapur nú og fyrr þvælist fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku” Kveiks í málum sem snerta borgaryfirvöld í Reykjavík og háttsemi þeirra. Framkoma ritstjóra Kveiks í garð samstarfskonu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Að ráðast að samstarfskonunni með þeim orðum að hún hafi ekki það sem til þarf til að sinna ,,rannsóknarblaðamennsku” en sé ágætur fréttalesari hlýtur að vera metjöfnun í kvenfyrirlitningu og hroka. Það er nú heldur ekki eins og ritstjórinn hafi úr háum söðli að detta í blaðamennsku. Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós ásamt birtingu umfjöllunar samstarfskonunnar eigi ritstjórinn að eiga framtíð fyrir sér. Nokkur flótti hefur brostið í lið Kveiks undanfarin misseri mest vegna mála sem enn eru til meðferðar m.a. hjá dómstólum og ekki útséð um hvernig fer. Einhverjir hafa farið til starfa með samstarfsfólki á Heimildinni en aðrir fengið mýkri lendingu. Í nýlegri bók um aðför Seðlabankans að Samherja með dyggri aðstoð RUV ohf. er að finna nokkrar lýsingar á starfsháttum fyrrum liðsmanna Kveiks og eru þær athyglisverðar þó ekki sé fastar kveðið að orði. Það er í raun og sann óþolandi að starfsfólk stærsta fjölmiðils á Íslandi sem að auki er í opinberri eigu þrátt fyrir oháeffið skuli verða bert að því ítrekað að svala eigin hvötum í leit að hneykslunarhellum en láta lögmál vandaðrar fjölmiðlunar lönd og leið. Þetta nýjasta útspil ritstjóra Kveiks og sú grímulausa hagsmunagæsla sem birtist í athöfnum hans kallar á endurskoðun á aðkomu ríkisins að rekstri fréttastofu að mati greinarhöfundar. Rekstrarform RUV ohf. virkar greinilega ekki. Stjórn félagsins fær ekki ráðið við það net frændhygli sem umvefur starfsemi félagsins. Þörf er á alvöru úttekt á hlutverki og starfsemi RUV ohf. sem er að öllum líkindum verndaðasti vinnustaður landsins og biðst ég velvirðingar á samlíkingunni. Í rekstri RUV ohf. skiptir ráðdeild engu. Vasar eigendanna eru djúpir og þeir eru aldrei spurðir hvort þeir vilji raunverulega standa að þessum rekstri. Nauðungaráskrifti og ótakmarkaðar fjárheimildir úr ríkissjóði auk fílaspora RUV ohf. á auglýsingamarkaði borga brúsann. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisút varpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus. Greinarhöfundur hefur einnig komið upplýsingum hvað þennan hóp varðar í hendur Kveiksfólksins en áhugi á umfjöllun um þennan stóra hóp Íslendinga er enginn. Nú nýlega staðfestist grunur greinarhöfundar þegar umfjöllun eins best menntaða fjölmiðlamanns landsins um gjafagjörning borgaryfirvalda í þágu olíufélagananna og eigenda þeirra var hafnað. Ekki einungis var umfjölluninni hafnað með aumlegri rökleysu heldur var fjölmiðlakonunni úthýst úr Kveik með dæmalausum hroka og kvenfyrirlitningu. Við blasir að tengsl RUV ohf. forystunnar við borgaryfirvöld eru ærin og víðfeðm. Þannig er fráfarandi útvarpsstjóri fyrrum helsti samstarfsmaður fyrrverandi borgarstjóra og núverandi borgarstjóri fyrrum innanbúðarmaður á RUV ohf. Ljóst virðist að hagsmunatengsl og kunningsskapur nú og fyrr þvælist fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku” Kveiks í málum sem snerta borgaryfirvöld í Reykjavík og háttsemi þeirra. Framkoma ritstjóra Kveiks í garð samstarfskonu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Að ráðast að samstarfskonunni með þeim orðum að hún hafi ekki það sem til þarf til að sinna ,,rannsóknarblaðamennsku” en sé ágætur fréttalesari hlýtur að vera metjöfnun í kvenfyrirlitningu og hroka. Það er nú heldur ekki eins og ritstjórinn hafi úr háum söðli að detta í blaðamennsku. Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós ásamt birtingu umfjöllunar samstarfskonunnar eigi ritstjórinn að eiga framtíð fyrir sér. Nokkur flótti hefur brostið í lið Kveiks undanfarin misseri mest vegna mála sem enn eru til meðferðar m.a. hjá dómstólum og ekki útséð um hvernig fer. Einhverjir hafa farið til starfa með samstarfsfólki á Heimildinni en aðrir fengið mýkri lendingu. Í nýlegri bók um aðför Seðlabankans að Samherja með dyggri aðstoð RUV ohf. er að finna nokkrar lýsingar á starfsháttum fyrrum liðsmanna Kveiks og eru þær athyglisverðar þó ekki sé fastar kveðið að orði. Það er í raun og sann óþolandi að starfsfólk stærsta fjölmiðils á Íslandi sem að auki er í opinberri eigu þrátt fyrir oháeffið skuli verða bert að því ítrekað að svala eigin hvötum í leit að hneykslunarhellum en láta lögmál vandaðrar fjölmiðlunar lönd og leið. Þetta nýjasta útspil ritstjóra Kveiks og sú grímulausa hagsmunagæsla sem birtist í athöfnum hans kallar á endurskoðun á aðkomu ríkisins að rekstri fréttastofu að mati greinarhöfundar. Rekstrarform RUV ohf. virkar greinilega ekki. Stjórn félagsins fær ekki ráðið við það net frændhygli sem umvefur starfsemi félagsins. Þörf er á alvöru úttekt á hlutverki og starfsemi RUV ohf. sem er að öllum líkindum verndaðasti vinnustaður landsins og biðst ég velvirðingar á samlíkingunni. Í rekstri RUV ohf. skiptir ráðdeild engu. Vasar eigendanna eru djúpir og þeir eru aldrei spurðir hvort þeir vilji raunverulega standa að þessum rekstri. Nauðungaráskrifti og ótakmarkaðar fjárheimildir úr ríkissjóði auk fílaspora RUV ohf. á auglýsingamarkaði borga brúsann. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun