Lopetegui þjálfaði síðast Úlfana í ensku úrvalsdeildinni en sagði starfi sínu lausu fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann var meðal þeirra sem orðaður var við starf West Ham United en hefur nú ákveðið að halda til Mílanó.
Fyrir skemmstu var staðfest að Stefano Pioli yrði látinn taka poka sinn þegar tímabilinu lýkur en hann hefur stýrt AC Milan frá 2019.
Lopetegui hefur þjálfað landslið Spánar, þar á meðal A-landsliðið. Þá hefur hann stýrt Porto í Portúgal, Sevilla og Real Madríd til gríðarlega skamms tíma ásamt því að stýra Úlfunum tímabilið 2022-2023.
That Julen Lopetegui's candidacy to take over at AC Milan became so advanced is surprising.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 29, 2024
Not on a technical level - no one disputes his coaching ability. But it did show a lack of cultural awareness.@JamesHorncastle on Milan's quandary in finding a new head coach.
Nú virðist öruggt að hann muni ekki snúa aftur til Englands heldur muni hann reyna fyrir sér á Ítalíu. Yrði hann aðeins einn þriggja þjálfara Serie A sem ekki eru með ítalskt vegabréf. Hinir tveir, Ivan Juric hjá Torínó og Igor Tudor hjá Lazio, spiluðu þó lengi vel á Ítalíu.
Hvort það muni hafa áhrif á hversu langan tíma hann fær til að sýna hvað í sér býr á eftir að koma í ljós.