Vilja gera tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 08:14 Space Solar hefur hannað sólarorkuver sem staðsett verður á sporbaug um jörðu. Þar á það að virkja geisla sólarinnar og miðla orkunni til jarðar með útvarpsbylgjum. Fyrstu tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum til nota á jörðu niðri gætu farið fram á Íslandi samkvæmt nýjum samstarfssamningi sem íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs hefur gert við breska fyrirtækið Space Solar. Fram kemur í tilkynningu um málið að Space Solar hafi hannað sólarorkuver sem staðsett verði á sporbaug um jörðu. Þar eigi þau að virkja geisla sólarinnar og miðla orkunni til jarðar með útvarpsbylgjum. Ferlið útskýrt. „Jarðstöðvar taka við bylgjunum og umbreyta þeim í rafmagn og skila grænni endurnýjanlegri orku inn í orkukerfin. Geislar sólarinnar eru 13 sinnum öflugri fyrir utan lofthjúpinn en á jörðu niðri sem vegur upp á móti því orkutapi sem verður við flutning orkunnar til jarðar. Útvarpsbylgjurnar hafa ekki áhrif á lífríki jarðar og jarðstöðvarnar samanstanda af neti smárra loftneta sem hleypa vatni og sólarljósi í gegn og taka margfalt minna landsvæði en þarf undir vindorkuver eða hefðbundin sólarorkuver sem skapa sama magn orku,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Framleiða rafmagn nótt og dag Þá kemur einnig fram að sólarorkuver Space Solar verði staðsett þannig að á þau falli ekki skuggi af jörðu. Því sé hægt að framleiða rafmagn dag og nótt og útvarpsbylgjurnar streymi til jarðar óháð veðurfari eða skýjahulu. Þetta sé því ný aðferð til að framleiða umhverfisvæna orku af þeirri tegund sem kölluð sé „baseload“ eða grunnafl. Það sem helst hefur staði í vegi fyrir framþróun á þessu sviði er sagður kostnaður við að flytja hvert kíló af tækjakosti út í geim. Undanfarin ár hafi sá kostnaður fallið hratt og lækkað um 80 prósent á áfum árum. Það sé ekki síst vegna framfara á vettvangi fyrirtækisins Space X og að áætlanir séu uppi um að innan fárra ára verði kostnaðurinn við geimferðir einungis eitt til tvö prósent af því sem hann var fyrir tveimur áratugum. Hundrað megavött Space Solar stefnir á að framleiða 100 MW með þessum hætti innan næstu tíu ára og senda sólarorkuver út í geim á enn stærri skala skili tilraunaverkefnið tilætluðum árangri. Til samanburðar er uppsett afl Nesjavallavirkjunar 120 MW. „Áhersla okkar hjá Transition Labs er að aðstoða loftslagsfrumkvöðla við að koma verkefnum sínum á legg; hratt og örugglega, og fjarlægja hindranir sem geta verið til staðar, með það að markmiði að skala þær upp svo fljótt sem mögulegt er til hagsbóta fyrir samfélag og umhverfið,” sagði Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs á samstarfinu á fundi Orkuveitunnar í Hörpu í liðinni viku. Kjartan fór yfir málið á viðburði í síðustu viku. Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, stofnaði fyrirtækið Transition Labs árið 2022, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markmið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Orkuskipti Orkumál Geimurinn Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Hrein tækifæri í orkumálum Orkuveitan heldur opinn fund undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu. 18. apríl 2024 14:16 Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. 26. febrúar 2024 09:55 Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar. 18. janúar 2024 09:46 Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu um málið að Space Solar hafi hannað sólarorkuver sem staðsett verði á sporbaug um jörðu. Þar eigi þau að virkja geisla sólarinnar og miðla orkunni til jarðar með útvarpsbylgjum. Ferlið útskýrt. „Jarðstöðvar taka við bylgjunum og umbreyta þeim í rafmagn og skila grænni endurnýjanlegri orku inn í orkukerfin. Geislar sólarinnar eru 13 sinnum öflugri fyrir utan lofthjúpinn en á jörðu niðri sem vegur upp á móti því orkutapi sem verður við flutning orkunnar til jarðar. Útvarpsbylgjurnar hafa ekki áhrif á lífríki jarðar og jarðstöðvarnar samanstanda af neti smárra loftneta sem hleypa vatni og sólarljósi í gegn og taka margfalt minna landsvæði en þarf undir vindorkuver eða hefðbundin sólarorkuver sem skapa sama magn orku,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Framleiða rafmagn nótt og dag Þá kemur einnig fram að sólarorkuver Space Solar verði staðsett þannig að á þau falli ekki skuggi af jörðu. Því sé hægt að framleiða rafmagn dag og nótt og útvarpsbylgjurnar streymi til jarðar óháð veðurfari eða skýjahulu. Þetta sé því ný aðferð til að framleiða umhverfisvæna orku af þeirri tegund sem kölluð sé „baseload“ eða grunnafl. Það sem helst hefur staði í vegi fyrir framþróun á þessu sviði er sagður kostnaður við að flytja hvert kíló af tækjakosti út í geim. Undanfarin ár hafi sá kostnaður fallið hratt og lækkað um 80 prósent á áfum árum. Það sé ekki síst vegna framfara á vettvangi fyrirtækisins Space X og að áætlanir séu uppi um að innan fárra ára verði kostnaðurinn við geimferðir einungis eitt til tvö prósent af því sem hann var fyrir tveimur áratugum. Hundrað megavött Space Solar stefnir á að framleiða 100 MW með þessum hætti innan næstu tíu ára og senda sólarorkuver út í geim á enn stærri skala skili tilraunaverkefnið tilætluðum árangri. Til samanburðar er uppsett afl Nesjavallavirkjunar 120 MW. „Áhersla okkar hjá Transition Labs er að aðstoða loftslagsfrumkvöðla við að koma verkefnum sínum á legg; hratt og örugglega, og fjarlægja hindranir sem geta verið til staðar, með það að markmiði að skala þær upp svo fljótt sem mögulegt er til hagsbóta fyrir samfélag og umhverfið,” sagði Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs á samstarfinu á fundi Orkuveitunnar í Hörpu í liðinni viku. Kjartan fór yfir málið á viðburði í síðustu viku. Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, stofnaði fyrirtækið Transition Labs árið 2022, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markmið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu.
Orkuskipti Orkumál Geimurinn Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Hrein tækifæri í orkumálum Orkuveitan heldur opinn fund undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu. 18. apríl 2024 14:16 Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. 26. febrúar 2024 09:55 Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar. 18. janúar 2024 09:46 Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Bein útsending: Hrein tækifæri í orkumálum Orkuveitan heldur opinn fund undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu. 18. apríl 2024 14:16
Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. 26. febrúar 2024 09:55
Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar. 18. janúar 2024 09:46
Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31