Innlent

Á ofsa­hraða undir á­hrifum fíkni­efna

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögreglan stöðvaði manninn við Skeiðarvog eftir eltingarleikinn. Maðurinn ók silfraða bílnum sem lögregluþjónarnir standa yfir.
Lögreglan stöðvaði manninn við Skeiðarvog eftir eltingarleikinn. Maðurinn ók silfraða bílnum sem lögregluþjónarnir standa yfir. Vísir

Maður var handtekinn í kvöld eftir ofsaakstur í Vogahverfi í Reykjavík. Lögreglan veitti manninum eftirför með aðstoð sérsveitarinnar. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Ók á móti umferð og uppi á gangstétt

Mikil lögregluaðgerð stóð yfir í Vogahverfi í Laugardalnum um sjöleytið í kvöld þegar lögregla og sérsveitin veittu ökumanni eftirför. Lögreglu hafði borist tilkynning um undarlegt aksturslag mannsins sem ók á ógnarhraða um allar trissur, á móti umferð og uppi á gangstétt. Þetta er haft eftir Unnari Má Ástþórssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að ökumaðurinn hafi skapað mikla hættu með framferði sínu.

Unnar segir að maðurinn verði í haldi lögreglunnar í nótt og ákvörðun um framhaldið verði tekin á morgun. Ekki sé hægt að ræða almennilega við manninn vegna ástands hans, en hann er grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Ekki er vitað um það hvort maðurinn hafi valdið einhverju tjóni.


Tengdar fréttir

Lögregla með eftirför í Vogahverfi

Lögregla veitti ökumanni eftirför í Vogahverfi í Reykjavík nú um kvöldmatarleytið. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×