„Veit ekki af hverju ég ætti að vera að láta mig detta“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 18:45 Ari Sigurpálsson átti flottan leik í dag. Vísir/Diego Ari Sigurpálsson átti góðan leik þegar Víkingur Reykjavík vann 4-2 heimasigur á KA í Bestu deild karla. Ari bjóst við erfiðum leik sem varð raunin. „Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28