Hvernig forseta vilt þú? Valdís Arnarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 17:01 Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun