Líklegt að það styttist í brotmörk Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 20:46 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir kviku streyma djúpt að neðan. Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Vísir/Steingrímur Dúi „Núna í nokkrar vikur eftir að þetta gos hófst hefur kvikan dreifst. Hluti fer upp í gosið og hluti fer í geymslusvæði, kvikuhólfið undir Svartsengi. Kannski á fimm kílómetra dýpi. Sem þýðir að það er þröng leiðin upp og nú er búið að safnast álíka mikið niðri og fyrir þessi gos sem við höfum fengið. Það þýðir að það er líklegt að þetta komi að fara að brotmörkum og þá fáum við nýjan púls í þetta gos,“ segir Magnús Tumi. Klippa: Óvissa við Grindavík Ekki endilega þýði það nýtt gos heldur að það sem er í gangi eflist eða sprungan lengist. „Segjum að sprungan opnist aftur eða opnist ný sprunga sem er nokkurn vegin sama sprungan, ef það gerist hratt fer þetta beint upp og þá kemur það upp þarna þar sem byrjunin hefur verið á hinum gosunum. Norðar heldur en gýs núna. Við getum ekki útilokað, þó það sé ólíklegt, að þetta fari sunnar. Þá þarf kvikan að fara upp og troða sér til hliðar. Þá er mjög líklegt að það taki lengri tíma. Hvort heldur sem er, ef það fer af stað nýtt kvikuhlaup þá þarf að bregðast hratt við og rýma Grindavík,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá hvernig hrauntungan rennur niður varnargarðinn.Vísir/Steingrímur Dúi Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður var stödd á Reykjanesskaganum í dag á svæðinu þar sem hrauntungan fór að renna yfir varnargarðinn. Hún ræddi við Atla Gunnarsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum um stöðuna. „Við erum með aukið viðbragð og eftirlit í Grindavík og erum að fylgjast betur með þeim stöðum sem við teljum okkur þurfa að vera á. Hérna og þar sem fólkið er að fara upp að gosinu, aðallega til að koma í veg fyrir það,“ segir Atli. Atli Gunnarsson er varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Steingrímur Dúi Hafið þið þurft að bægja fólki eitthvað frá í dag? „Já, það er búið að koma fyrir. Að við þurfum að biðja fólk um að snúa við. Fólk er forvitið, eðlilega, en þetta er ekki öruggt svæði til að vera á akkúrat núna. Þess vegna er þetta bannsvæði og við viljum ekki að fólk fari hingað. Það er ekki öruggt, það er sprungið svæði hér í kring. Og eins og þeir hjá Veðurstofunni hafa sagt, þetta getur komið upp alls staðar,“ segir Atli.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49
Krafturinn í gosinu gæti aukist verulega haldi kvikusöfnun áfram Eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og er enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 26. apríl 2024 13:17