„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 23:30 Jóhannes Kristinn Bjarnason á langan bataveg fyrir höndum. Vísir/Ívar Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum. Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09
Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann